Hljóðhraði mældur með bergmáli
Markmið
Þetta verkefni snýst um að mæla fjarlægð með bergmáli.
Inngangur
Hljóð ferðast með ákveðnum hraða í gegnum loft. Hitastig og loftþrýstingur hafa áhrif á hljóðhraðann, en hann er u.þ.b. 340 m/s. Við getum notað hljóðhraðann til að mæla fjarlægðir. Ein leið er að senda frá okkur hljóðmerki, láta það bergmála af fyrirstöðu (t.d. blokk), og mæla tímann sem það tekur að fara vegalengdina.
Áhöld og efni
- Skeiðklukka
- Reiknivél
- Hljóðfæri til að búa til háværa smelli. Þetta getur t.d. verið tveir viðarkubbar sem slegið er saman.
Í þessu verkefni fer best að tvær til þrjár manneskjur vinni saman. Ein sér um að búa til hljóðið, ein mælir tímann, og svo þarf líka að skrá niðurstöður. Skiptist endilega á hlutverkum og kannið hvort þið fáið sömu gildin.
Framkvæmd
Úrvinnsla
Hljóðið ferðast um 340 m/s. Það þýðir að ef hljóðið ferðast í 7,0 s er vegalengdin sem það ferðaðist á þessum tíma
Ef hljóðið ferðast 10 umferðir er þá hver umferð 240 m. Þar sem hljóðið fór fram og til baka er þá fjarlægðin helmingur hverrar umferðar, eða .
Ítarefni
Markverðir stafir og óvissur
Hljóðhraðinn er hér að ofan gefinn upp með tveimur markverðum stöfum og það sama gildir um tímann. Það ákvarðar hversu nákvæmt gildið er. Útkoman út úr reikningsdæminu getur eðlilega ekki orðið nákvæmari en tölurnar sem fara inn í það og því verðum við að gæta þess að nota ekki fleiri stafi í svarinu.
Ef við reiknum t.d. fáum við 119, en til að sýna bara tvo markverða stafi námundum við upp í 120. Núllin eru sumsé ekki talin til markverðra stafa.
Ef við erum með mjög skjálfhenta manneskju eða klukku sem er mjög erfitt að mæla með, þá gæti verið að við verðum að minnka nákvæmnina á tímamælingunni ennþá meira. Til eru aðferðir til að reikna formlega út óvissur afleiddra stærða, en markverðir stafir eru einföld leið til að meta það.
Samanburður við rétt gildi
Þið getið borið gildið ykkar saman við mælingu af kortum ja.is og Google Maps.