Verkleg eðlisfræði í Kvennó/Eðlismassi og þrýstingur
Hér eru nokkrar tilraunir sem tengjast stöðvum sem settar hafa verið upp. Framkvæmið tilraunirnar á hverri stöð og svarið spurningunum hér fyrir neðan. Beitið eðlisfræðilegum hugtökum til að svara. Þið getið notað netið og kennslubókina sem hjálpargögn.
Vatn og olía
Hellið smá vatni í glasið og svo olíu. Setjið nokkra dropa af matarlit út í. Lýsið því sem gerist og útskýrið með hugtökum eðlisfræðinnar.
Reiknið þrýstinginn sem vatnið verður fyrir en eðlismassi olíunnar er: 900 kg/m3 (ekki gleyma loftþrýstingi).
Blaðra og teiknibólur
Þrýstið blöðru á eina teiknibólu þangað til hún springur. Þrýstið svo annarri blöðru á 5 teiknibólur og reynið að sprengja hana. Lýsið því sem gerist og útskýrið með hugtökum eðlisfræðinnar.
Reiknið þrýstinginn sem sitt hvor blaðran verður fyrir ef þið ýtið þeim niður með 20 Newtona krafti og flatarmál hvers teiknibóluodds er .
Vatnsflaska með gati
Fyllið gataða flösku með vatni og komið fyrir yfir íláti svo vatnið fari ekki út um allt. Skrúfið tappann á og af flöskunni á víxl. Lýsið því sem gerist og útskýrið með hugtökum eðlisfræðinnar.
Skrúfið tappann svo af. Útskýrið af hverju kraftur bununnar fer minnkandi.
Reiknið þrýstinginn við gatið á hlið flöskunnar þegar vatnið byrjar að flæða (ekki gleyma loftþrýstingi).
Kerti í krukku
Setjið smá vatn á krukkulokið og kerti ofan í vatnið. Kveikið á kertinu og setjið viðsnúna krukku ofan á lokið með kertið innan í. Bíðið í ca. 30 sek og lyftið krukkunni. Lýsið því sem gerist og útskýrið með hugtökum eðlisfræðinnar.
Blaðra í flösku
Setjið flöskuna með blöðru á stútnum í heitt vatn í eina mínútu og færið svo flöskuna yfir í kalt vatn. Lýsið því sem gerist og útskýrið með hugtökum eðlisfræðinnar.
Blása á milli blaðranna
Notið smá rör til að blása á milli blaðrana. Lýsið því sem gerist og útskýrið með hugtökum eðlisfræðinnar.
Blása yfir pappírsstrimilinn
Setjið pappirstrimilinn upp við neðri vör ykkar og blásið. Lýsið því sem gerist og útskýrið með hugtökum eðlisfræðinnar.
Ítarefni
Fyrirmynd þessa verkefnis er Kvennó - Verkleg eðlisfræði - Smá tilraunir kafli 10.docx eftir Leu Maríu Lemarquis og Mariu Victoriu Sastre Pedro.