Verkleg eðlisfræði í Kvennó/Hátalari

Úr Kennarakvikan

Hátalarinn tekur við rafbylgjum (AC) og skilar þeim sem hljóðbylgjum.

  • Hvernig hefur sveifluvídd áhrif á hljóðið? (fiktið í Amplitude takkanum)
  • Hvaða tíðnisvið heyra meðlimir hópsins?
  • Gefur lág tíðni djúpa eða háa tóna?
  • Hvernig er hreyfing hátalarans við lága tíðni?

Prufið að sáldra pappír á hátalarann þegar hann er útaf liggjandi og breyta tíðninni þar til pappírinn hreyfist

  • Hvernig virkar hátalari?

Ítarefni

Algengt er að nemendur tali um að hátalarar titri, en rétttara er að tala um að himna hans eða hljóðkeilan titri.

Fyrirmynd þessa verkefnis er Kvennó - Verkleg eðlisfræði - Hátalari.docx eftir Leu Maríu Lemarquis og Mariu Victoriu Sastre Pedro.