Verkleg eðlisfræði í Kvennó/Krafstuðull

Úr Kennarakvikan

Tilgangur

Staðfesta lögmál Hookes og jöfnu fyrir lotutíma massa sem sveiflast í gormi.

Tækjabúnaður

  • Gormur hangandi í gálga
  • Lóðasett
  • Málband
  • Tæki til tímamælinga

A-hluti

Lögmál Hookes segir að fjaðurkraftur gorms sé í réttu hlutfalli við lengingu/styttingu hans:

þar sem er kraftstuðull

Þegar lóð er hengt í gorm teygir þyngd lóðsins () á gorminum um lengdina . Fjaðurkraftur gormsins er jafnstór en gagnstæður þessum þyngdarkrafti þegar lóðið hangir kyrrt í gorminum.

Til að ákvarða kraftstuðul gormsins skal reikna kraft fyrir mismunandi lengingu.

Setjið mæligildin í töflu og teiknið graf sem sýnir sem fall af þar sem fram kemur jafna bestu beinu línunnar (trend line) en hallatalan ætti að vera jöfn kraftstuðlinum . Ekki knýja línuna gegnum upphafspunktinn, látið forritið ráða með það.

B-hluti

Jafna fyrir lotutíma hlutar sem sveiflast í gormi er:

Lotutíminn er háður massa sem hangir í gorminum () og kraftstuðli gormsins ()

Takið nokkrar mælingar á lotutíma fyrir mismunandi massa og skráið í töflu. Reiknið kraftstuðulinn .

Mat á niðurstöðum

Berið niðurstöður úr A og B-hluta saman með því að reikna prósentumun kraftstuðlanna. Ef sami gormur er notaður ættu að fást áþekkar niðurstöður.

Ítarefni

Fyrirmynd þessa verkefnis er Kvennó - Verkleg eðlisfræði - Kraftstuðull.docx eftir Leu Maríu Lemarquis og Mariu Victoriu Sastre Pedro.