Verkleg eðlisfræði í Kvennó/Lögmál Arkimedesar

Úr Kennarakvikan

Fyrir þessa tilraun þurfa nemendur að útbúa verkseðil sjálfir til að sannreyna lögmál Arkímedesar. Þeir fá því tækifæri að virkja eigin hugmyndaauðgi og útsjónarsemi en geta stuðst við grein 10.7 í kennslubókinni þar sem lögmálið er sett fram.

Tækin sem nemendur fá í hendur eru: kraftmælir, standur, ílát (til að sökkva hlut í) og vatn, réttstrendur málmhlutur, sívalur málmhlutur og rennimál.

Ekki er gert ráð fyrir óvissumælingum og óvissureikningum en rétt er að nemendur hugi að óvissu í þyngdarmælingunum og reyni að meta hana.

Ítarefni

Fyrirmynd þessa verkefnis er Mynd:Kvennó - Verkleg eðlisfræði - Tilraun Lögmál Arkimedesar.docx eftir Leu Maríu Lemarquis og Mariu Victoriu Sastre Pedro. Í skjalinu má finna eyðublað sem nemendur geta skilað tilrauninni á.