Verkleg eðlisfræði í Kvennó/Ljósapera
Úr Kennarakvikan
Framkvæmd
Athuganir
- Tengið tvær leiðslur á milli rafhlöðu og ljósaperu þannig að peran lýsi. Bætið inn annarri rafhlöðu í rásina og athugið hvernig peran lýsir miðað við það sem hún gerði áður. Útskýrið hvað gerðist þegar annarri rafhlöðu var bætt í rásina og afhverju.
- Bætið annarri ljósaperu í rásina. Hvað gerist? Hvers vegna?
Mælingar
Tengið rás eins og á myndinni, þar sem breytilegt viðnám (stillimótstaða) og fjölmælar eru tengdir við peruna, í upphafi skal nota aðeins eina rafhlöðu.
- Gerið tíu mælingar á spennu og straumi þannig að um 20 mA eru á milli mælinga. Breytið straumi með því að stilla viðnámið. Í fyrstu mælingunum dugar önnur rafhlaðan en síðan þarf að raðtengja hina til að fá meiri straum.
- Setjið mælingar upp í dálka í vinnubókina ykkar og reiknið viðnám og afl perunnar fyrir hverja mælingu (sýndujöfnur sem eru notaðar). Þá fæst 4 dálka tafla: straumur, spenna, viðnám og afl.
- Gerum ráð fyrir að glóþráðurinn sé gerður úr tungsten. Reiknaðu hitastig glóþráðarins við seinustu mælinguna sem er við hæsta straum (sjá Example 18-7 bls. 510).
- Teiknið graf sem sýnir straum perunnar (á lóðréttum ás, y) sem fall af spennu (láréttur ás, x). Ekki gleyma að skilgreina ásana!
- Getum við séð út frá grafinu hvort glóþráður perunnar sé óhmískur (e. ohmic), þ.e. fylgi lögmáli Ohms? Lesið grein 18-3 að Example 18-3. Er þetta
- í samræmi við reikninga á breytingu á hitastigi glóþráðarins?
Ítarefni
Fyrirmynd þessa verkefnis er Kvennó - Verkleg eðlisfræði - Ljósapera.docx eftir Leu Maríu Lemarquis og Mariu Victoriu Sastre Pedro.