Verkleg eðlisfræði í Kvennó/Miðsóknarkraftur

Úr Kennarakvikan
Uppstilling tilraunaáhalda.

Spennugjafi er tengdur við snúningsmótor til að snúa rennu. Á rennunni hangir þríkrókalóð í bandi. Öðru megin við þríkrókalóðið er band fest í gorm en hinum megin lóð sem hangir yfir trissu.

Breytilegur massi á þríkrókalóði (hengimassi og radíus óbreytt)

  • Vigtið þríkrókalóðið og skráið massa þess sem m
  • Staðsetjið þríkrókalóðið við 23 cm.
  • Festið 100 g hengimassa yfir trissuna og stillið þannig að þríkrókalóðið hangi lóðrétt.
  • Setjið viðmið við appelsínugulu skífuna.
  • Fjarlægið hengilóðið og trissuna.
  • Aukið spennu þar til appelsínugula skífan er í sömu hæð og áður.
  • Mælið lotutímann T (nokkrum sinnum til að fá áreiðanleg gögn).

Breytið massa þríkrókalóðs og endurtakið, samtals þrisvar.

  • Reiknið hraða, miðsóknarhröðun og miðsóknarkraft og setjið öll gögn í töflu. Reiknið þyngdarkraft lóðs sem hangir yfir trissu.

Leiddu út jöfnu þar sem miðsóknarkraftur er fall af massa, radíus og lotutíma. Gerið graf af sem fall af . Hallatalan gefur miðsóknarkraftinn.

Berið saman miðsóknarkraftinn við þyngdarkraft lóðsins. Reiknið prósentumun og útskýrið hvað veldur honum.

Breytilegur massi á hengilóði (massi þríkrókalóðs og radíus óbreytt)

  • Staðsetjið þríkrókalóðið við 15 cm.
  • Notist við 3 mismunandi hengilóð og gerið mælingar á lotutíma eins og áður.

Reiknið hraða, miðsóknarhröðun og miðsóknarkraft og setjið öll gögn í töflu. Reiknið þyngdarkraft lóðs sem hangir yfir trissu. Berið saman miðsóknarkrafta við þyngdarkrafta lóðsins. Reiknið prósentumun og útskýrið hvað veldur honum.

Ítarefni

Fyrirmynd þessa verkefnis er Kvennó - Verkleg eðlisfræði - Miðsóknarkraftur H24.docx eftir Leu Maríu Lemarquis og Mariu Victoriu Sastre Pedro.