Verkleg eðlisfræði í Kvennó/Núningsstuðull

Úr Kennarakvikan

Framkvæmd

Kraftar sem verka á hlut sem dreginn er eftir sléttu yfirborði, samsíða yfirborðinu.

Borðið þarf að vera hreint og þurrt. Skráið hjá ykkur hvaða efnisfletir núast saman. Setjið lóð í kassann, og mælið massa á kassa með lóði. Komið kassanum fyrir nálægt jaðri borðsins og festið kraftmælinn við hann. Haldið kraftmælinum láréttum og dragið kassann rólega með jöfnum hraða yfir borðið og lesið togkraftinn af mælinum. Reiknið núningskraftinn sem verkar milli flatanna með því að nota 2.lögmál Newtons.

Útbúið fjögurra dálka töflu með heildarmassa, normalkraftinum og núningskrafti. Í síðasta dálkinn kemur útreiknaður hreyfinúningsstuðulinn . Gerið 3 mælingar með mismunandi lóðum. Það ætti að koma svipað gildi á úr öllum mælingunum.

Finnið meðaltalið á . Notið mesta frávik frá meðaltalinu sem óvissu og skráið núningsstuðulinn með óvissumörkum. Hafið einn markverðan staf í óvissunni og jafnmarga aukastafi í meðalgildinu.

Endurtakið sambærilegar mælingar fyrir aðra efnisfleti að núast saman. Þið getið skipt um núningskassa og/eða undirlag. Framkvæmið samskonar útreikninga til að finna hreyfinúningsstuðulinn með óvissumörkum.

Mat á niðurstöðum

  • Breytist núningsstuðull þegar breytt er um efni? Hvers vegna?
  • Hvað er prósentuóvissa núningsstuðulsins mikil í hverju tilfelli? Hvað veldur óvissunni, nefndu a.m.k. þrjá þætti?
  • Berið núningsstuðlana ykkar saman við núningsstuðul fyrir viðarhlut á viðarundirlagi.

Ítarefni

Fyrirmynd þessa verkefnis er Kvennó - Verkleg eðlisfræði - Núningsstuðull 23.docx eftir Leu Maríu Lemarquis og Mariu Victoriu Sastre Pedro.