Verkleg eðlisfræði í Kvennó/RC-rás

Úr Kennarakvikan

Athugið að rofinn sé stilltur á afhleðslu (discharge)

Mælið viðnámið í rásinni og reiknið tímafastann τ,  fyrir rásina.

Framkvæmd

Hleðsla þéttis

Mælið íspennu rafhlöðunnar.

Setjið leiðslu milli punkta (gorma) A og B í rásinni. Hliðtengið spennumæli yfir þéttinn. Verið tilbúin að taka myndband af spennumælinum með síma.

Hefjið upptöku rétt áður en rofinn er stilltur á hleðslu (charge). Takið upp í a.m.k. 1 mínútu.

Horfið á myndbandið og skráið tíma og spennugildi á 5 sekúndna fresti í töflu.

Gerið graf af spennu þéttis sem fall af tíma.

Reiknið spennu yfir þétti eftir 30 sekúndur og berið saman við mælingu, reiknið prósentumun.

Afhleðsla þéttis

Mælið spennu á þétti þegar hann er hlaðinn.

Farið eins að og áður og takið myndband af spennubreytingu þegar rofinn er stilltur á afhleðslu (discharge).

Setjið upp í töflu eins og áður.

Gerið graf af spennu þéttis sem fall af tíma. Setjið inn Trendline og veljið Exponential. Birtið jöfnu veldisfallsins.

Lesið upphafsspennu  og tímafasta  af jöfnunni á grafinu.

Berið saman mælda upphafsspennu og upphafsspennu sem fæst af jöfnunni á grafinu, reiknið prósentumun.

Berið saman reiknaðan tímafasta við tímafastann sem fæst af jöfnunni á grafinu, reiknið prósentumun.

Úrvinnsla

-       Hvernig breytist rásin þegar rofinn er færður milli hleðslu og afhleðslu? Teiknaðu rafrásarmyndir af báðum tilvikum.

-       Útskýrið hvernig straumurinn í rásinni breytist á meðan þéttirinn er að hlaðast.

-       Hvernig breytist spennufall í rásinni (yfir viðnámið og þéttinn) meðan þéttirinn er að hlaðast?

Ítarefni

Fyrirmynd þessa verkefnis er Kvennó - Verkleg eðlisfræði - RC-rás - V23.docx eftir Leu Maríu Lemarquis og Mariu Victoriu Sastre Pedro.