Verkleg eðlisfræði í Kvennó/Renna Galileis

Úr Kennarakvikan

Framkvæmd

Uppstilling tilraunaáhalda.
  1. Renna er fest á stand þannig að hún halli og haldist stöðug allan tímann. Ljósgáttir eru tengdar við tímaboxið í innstungu 1 og 2. Vagn með rákaspjaldi er látinn renna gegnum ljósgáttirnar.
  2. Staðsetjið 2 ljósgáttir þannig að 1 m sé á milli gáttanna. Kveikið á tímaboxinu og veljið TIME með rauða rofanum og Two Gates með þeim bláa. Ýtið á Start/Stop rofann (þá birtist * í glugganum).
  3. Staðsetjið vagninn með rákaspjaldinu fyrir ofan fyrstu ljósgátt og sleppið honum þannig að hann rúlli af stað. Verið tilbúin að grípa vagninn eftir að hann hefur farið í gegnum neðri ljósgáttina.
  4. Lesið tímagildið af tímaboxinu. Endurtakið tímamælinguna þrisvar og reiknið meðaltal tímanna.
  5. Reiknið meðalhraða vagnsins.
  6. Aftengið efri ljósgáttina úr tímaboxinu og stillið á SPEED og One Gate. Látið vagninn renna frá efri ljósgátt og mælið augnablikshraðann þegar vagninn fer gegnum neðri ljósgátt. Endurtakið hraðamælinguna þrisvar og reiknið meðaltal hraðanna. (Athugið að tímabox gefur upp hraða í cm/s).
  7. Berið saman meðalhraðann og augnablikshraðann við neðri ljósgáttina. Hvers vegna er munur?
  8. Reiknaðu hröðun fyrir rennslið.

Ítarefni

Til að bæta skilning á augnablikshraða má bæta við fleiri hraðamælingum, til dæmis þegar bíllinn er 20 cm og 80 cm frá upphafsstaðsetningu.

Gætið að því að rugla ekki saman meðalhraða og meðaltali hraða.

Ítarefni

Fyrirmynd þessa verkefnis er Kvennó - Verkleg eðlisfræði - Renna Galileis 23.docx eftir Leu Maríu Lemarquis og Mariu Victoriu Sastre Pedro.