Verkleg eðlisfræði í Kvennó/Safnlinsa
Úr Kennarakvikan
Framkvæmd
Stillið kertinu þannig að loginn sé í sömu hæð og linsan.
Staðsetjið kertið nálægt linsunni þannig að mynd fáist á pappadiskinn (kertið þarf að vera utan við brennipunkt linsunnar).
Fáið fram skarpa mynd (í fókus) á pappadiskinn. Mælið og sem nákvæmast með málbandi og skráið í Excel.
Aukið og í áföngum, um nokkra cm í senn, og mælið og skráið. Gerið alls 10 mælingar.
Úrvinnsla
- Reiknið brennivíddina (focal length) og stækkun (magnification) fyrir hverja mælingu.
- Reiknið meðaltal f-gildanna og staðalfrávik þeirra.
- Skráið brennivíddina með óvissumörkum (xx±xx) þar sem staðalfrávikið er notað sem óvissa.
- Reiknið prósentuóvissu brennivíddarinnar.
Samantekt
Lendir áletruð (uppgefin) brennivídd linsunnar innan óvissumarkanna? Rökkstuddu Hvar ætti að staðsetja hlut til að fá sem mesta stækkun? Hvað segir það um myndina að stækkunin er neikvæð?
Ítarefni
Fyrirmynd þessa verkefnis er Kvennó - Verkleg eðlisfræði - Safnlinsa - V24.docx eftir Leu Maríu Lemarquis og Mariu Victoriu Sastre Pedro.