Verkleg eðlisfræði í Kvennó/Viðnámstengingar
Úr Kennarakvikan
Framkvæmd
- Ákvarðið viðnámsgildi út frá litakóða og mælið hvert viðnám fyrir sig með fjölmælinum. Berið saman mælingar á hverju viðnámi fyrir sig við ákvörðuð gildi út frá litakóða. Athugið hvort mælt viðnám sé innan fráviks sem gefið er upp á viðnáminu.
- Raðtengið öll viðnámin (3 saman) og mælið viðnám raðtengingarinnar og skráið það. Teiknið mynd af tengingunni. Reiknið jafngildisviðnám (notið mæld gildi í útreikninga). Berið saman reiknað og mælt gildi á heildarviðnámi með því að finna prósentumun.
- Hliðtengið öll viðnámin (3 saman) og mælið viðnám hliðtengingarinnar og skráið það. Teiknið mynd af tengingunni. Reiknið jafngildisviðnám. Berið saman reiknað og mælt gildi á heildarviðnámi með því að finna prósentumun.
- Raðtengið tvö viðnám (R1 og R2) og hliðtengið þriðja viðnámið (R3) við raðtenginguna. Teiknið mynd af tengingunni. Mælið heildarviðnám. Reiknið jafngildisviðnám, berið það saman við mælt gildi og finnið prósentumun þeirra.
- Hliðtengið tvö viðnám (R1 og R2) og raðtengið þriðja viðnámið (R3) við hliðtenginguna. Teiknið mynd af tengingunni. Mælið heildarviðnám. Reiknið jafngildisviðnám, berið það saman við mælt gildi og finnið prósentumun þeirra.
- Raðtengið öll þrjú viðnámin og hafið rafhlöðu í rásinni. Teiknið mynd af tengingunni. Mælið spennufall yfir hvert viðnám (V1, V2 og V3) með fjölmælinum. Mælið spennufall yfir rafhlöðuna (V). Notið mælingarnar til að sannreyna jöfnu fyrir heildarspennu í raðtengdri rás V = V1+ V2 + V3
- Hliðtengið öll þrjú viðnámin við rafhlöðu. Teiknið mynd af tengingunni. Mælið spennufall yfir hvert viðnám (V1, V2 og V3) með fjölmælinum. Mælið spennu rafhlöðuna (V). Notið mælingarnar til að sannreyna jöfnu fyrir heildarspennu í hliðtengdri rás V = V1= V2 = V3
- Útskýrðu mun á raðtengdum og hliðtengdum viðnámum með tilliti til spennu.
Ítarefni
Fyrirmynd þessa verkefnis er Mynd:Kvennó - Verkleg eðlisfræði - Viðnámstengingar uppfærtV23.docx eftir Leu Maríu Lemarquis og Mariu Victoriu Sastre Pedro.