Náttúruvísindakennsla/Yngsta stig

Úr Kennarakvikan
Athuganir á yngsta stigi
Safn verkefna sem nemendur Svövu Pétursdóttur í kennaranámi lögðu til.
Vísindaleikir
Í nokkurn tíma hafa verið unnin þróunar og nemendaverkefni sem kölluð hafa verið "vísindaleikir" og eiga það sammerkt að vera markvisst nám á náttúruvísindalegum fyrirbærum í gegnum leik.

Erlendar síður

Primary science investigations - Royal Society of Chemistry
Tólf verkefni þar sem nemendur kanna fyrirbæri vísindalega og þjálfa leikni í að gera mælingar og greina niðurstöður.

Viðfangsefni

Stjörnufræði

Milli himins og jarðar: Tunglið - Harpa Jónsdóttir, 2017.
Lesandi setur sig í spor geimfara á Tunglinu og kynnist umhverfi, sögu og eðlisfræði tengdri Tunglinu. Í lok bókarinnar er verkefni um Tunglið. Bókin er ekki ætluð byrjendum í lestri og hentar líklega betur eldri bekkjum yngsta stigs.[1]
Halló heimur 2, bls. 112-113 - Jónella Sigurjónsdóttir og Unnur María Sólmundsdóttir, 2021.
Hér er örstutt umfjöllun um upphaf Alheims og myndunar Jarðar. Umfjöllunin er inngangur að því hvernig líf þróaðist á jörðinni og því megin áherslurnar ekki endilega á stjörnufræðileg viðfangsefni. Verra er að efnið er afar villandi sett fram. Miklihvellur var ekki sprenging sem dreifði efni í allar áttir heldur útþensla rúmsins sjálfs. Efnið sem mótaði Jörðina myndaðist síðar og mynd af Jörðinni við upphaf hennar virðist sýna Gondvanaland sem er jarðsögulega ungt. [Innskot: Martin (spjall) 23. júní 2025 kl. 11:58 (UTC)]
Komdu og skoðaðu himingeiminn - Sólrún Harðardóttir, 2020.
Fjallar meðal annars um Sólina og Tunglið, tunglganginn, reikistjörnur Sólkerfisins okkar, Vetrarbrautina og geimferðir. Efnið og verkefnin sem fylgja eru einkum ætluð 3.-4. bekk grunnskóla. Á vefsvæði Komdu og skoðaðu bókaflokksins má finna mikið efni á við kennsluleiðbeiningar, fróðleik, og margvíslegar leikja- og verkefnahugmyndir.
Athugið að eldri útgáfan (2002) inniheldur úreldan texta með vísanir í geimstöðvarnar MÍR og Spacelab sem ekki eru lengur á brautu um Jörðu.
Á Stjörnufræðivefnum er síða með námsefni fyrir yngsta stig. Þar er m.a. að finna