Tink@School/Gömul leikföng verða ný

Úr Kennarakvikan

Útgáfa frá 14. febrúar 2025 kl. 11:40 eftir Anna Bjarnadóttir (spjall | framlög) Útgáfa frá 14. febrúar 2025 kl. 11:40 eftir Anna Bjarnadóttir (spjall | framlög) (Ný síða: == Um verkefnið == Þátttakendur eru beðnir um að koma með gömul eða biluð leikföng að heiman (helst rafhlöðuknúin). Þeir eru hvattir til að taka leikföngin í sundur og kynna sér búnaðinn inni í þeim. Eftir að hafa kannað leikfangið á þennan máta og skoðað hvort mögulegt er að gera við leikfangið er næsta skref að setja það aftur saman og gera nýtt leikfang, skúlptúr eða hreyfanlegt tæki. Til þess að gera nýtt leikfang þarf að bæt...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)

Um verkefnið

Þátttakendur eru beðnir um að koma með gömul eða biluð leikföng að heiman (helst rafhlöðuknúin). Þeir eru hvattir til að taka leikföngin í sundur og kynna sér búnaðinn inni í þeim. Eftir að hafa kannað leikfangið á þennan máta og skoðað hvort mögulegt er að gera við leikfangið er næsta skref að setja það aftur saman og gera nýtt leikfang, skúlptúr eða hreyfanlegt tæki. Til þess að gera nýtt leikfang þarf að bæta við frekari efnivið úr endurvinnslutunnunni.

* Ef þátttakendur hafa ekki prófað Tinkering áður er fyrsti tíminn helgaður því að útskýra aðferðarfræðina, sýna myndbönd og myndir af dæmum og prófa einfalt Tinkering verkefni eins og að Tinkera nafnið sitt með efnivið úr endurvinnslutunnunni.

Tímalengd 4 - 5 tímar,  60 mínútur hver
Markhópur Nemendur á aldrinum 12-13 ára (með einhverja reynslu af rafrás)
Tenging við námskrá Þetta verkefni getur tengst vísindagreinum (rafmagn, rafrásir) og listgreinum
Aðrar upplýsingar Verkefnavinna fer fram í innandyra og nemendur vinna saman í pörum

Tenging við sjálfbærni

Útskýrið stuttlega hugtakið Tinkering og segið frá horfinni starfstétt Tinkera sem ferðuðust á milli svæða og gerðu við hluti, endurbættu þá og endurnýttu. Þessi gamla aðferð, að gera við hluti, er nátengd nútíma hugmyndum um hringrás, sjálfbærni og að takmarka sóun.

Nemendur fá tækifæri til að gefa biluðum leikföngum nýtt líf. Þeir fá einnig tækifæri til að nota ýmsan viðbótar efnivið úr endurvinnslutunnunni á skapandi máta. Í þessu samhengi er hægt að tala um möguleika endurnýtingar, endurvinnslu og uppvinnslu og ræða hvert þessara hugtaka er mikilvægast þegar kemur að því að stjórna úrgangi okkar og hvers vegna.

Sjá úrgangsþríhyrninginn á mynd hér fyrir neðan sem byggir á úrgangstilskipun EU þar sem úrgangsforvarnir (koma í veg fyrir úrgang) er ákjósanlegasti kosturinn og að senda úrgang til urðunar ætti að vera síðasta úrræðið.

Úrgangsþríhyrningur
Mynd: Úrgangsþríhyrningurinn – tekin af vef stjórnarráðs Íslands. https://www.stjornarradid.is/verkefni/umhverfi-ognatturuvernd/hringrasarhagkerfi/urgangur/