Hjálp:Notandahandbók
Velkomin á Kennarakvikuna!
Kennarakvikan er keyrð af hugbúnaði sem leyfir notendum að breyta vefsíðunum í gegnum vefviðmót. Þú getur stofnað aðgang hér.
Settu inn fyrsta efnið[breyta frumkóða]
Farðu á notandasíðuna þína með því að smella á notandanafnið þitt í efra hægra norninu. Ef þú hefur ekki búið hana til ennþá færðu glugga þar sem þú getur sett inn efni. Prófaðu að setja inn eftirfarandi texta (breyttu grunnupplýsingunum svo þær passi þér):
Ég er umsjónarkennari á miðstigi í Hogwartsskóla og hef mikinn áhuga á náttúruvísindum, útikennslu, og huliðsseiðum. == Efni frá mér == * [[/Verkefni fyrir 6. bekk]] * [[/Útikennsla]] * [[/Myndir frá heimsókn í skóla í Danmörku haustið 2023]] == Hlekkir fyrir mig == * [[Búnaður fyrir náttúruvísindakennslu]] * [[Notandi:Martin]]
Smelltu svo á Vista síðu og þá er síðan þín tilbúin.
Hvað er með þessi skrítnu tákn?[breyta frumkóða]
MediaWiki notar ívaf (e. markup) til að móta textann. Samasemmerkin búa til fyrirsagnir, stjörnurnar í línubyrjun búa til lista, og tvöföldu hornklofarnir búa til hlekki á síður með þeim titli hér á kvikunni. Það eru alls tákn sem leyfa ýmsa aðra mótun efnis. Ef þú ert forvitin(n) er fínt að renna í gegnum Notandahandbók Wikimedia.
Ég vil setja inn mynd[breyta frumkóða]
Smelltu á Hlaða inn skrá hlekkinn sem er að finna til hægri í Verkfærakistunni. Í hana er svo vísað svo:
[[Mynd:Skrá.png|200px|thumb|left|skýringartexti]]
Ég vil setja inn myndband[breyta frumkóða]
Það er auðvelt að bæta við myndbandi, annars vegar með því að hlaða því upp hér á Kennarakvikunni sem og með því að vísa í efni á einhverri myndbandaveitunni (t.d. Youtube eða Vimeo). Það er gert með viðbót sem kallast mw:Extension:EmbedVideo_(fork).
Myndband á Kennarakvikunni[breyta frumkóða]
Myndbandið er þá hlaðið upp eins og mynd og svo vísað í það með eftirfarandi ívafi:
[[File:Example.mp4|start=2|end=6|poster=File:LocalFile.png]]
Myndband á myndbandaveitu[breyta frumkóða]
Þar sem myndbandið á að birtast er eftirfarandi ívaf notað:
{{#ev:vimeo|141549507}}
Oft viljum við tilgreina ákveðna breidd, staðsetningu og jafnvel hafa einhverja lýsingu getum við sett in stillingar svo:
{{#ev:youtube|iG9CE55wbtY|300px|right|Ken Robinson brýnir okkur til að meta sköpun}}
Ég vil nota stærðfræðitákn[breyta frumkóða]
Það getur þú gert með mw:Extension:Math viðbótinni sem tekur ívaf á forminu:
<math>a^2 + b^2 = c^2</math>
og birtir svo: Viðbótin notar svipað ívaf og TeX sem vinsælt er til framsetningar á stærðfræði. Ítarlegar leiðbeiningar eru að finna hér: mw:Help:Displaying_a_formula.
Setja má formúlur á sér línu með því að skrifa <math display="block"> sem birtist þá svo:
Ég er með spurningu sem ekki er svarað hér![breyta frumkóða]
Hafðu samband við martin@hi.is.