Hjálp:Sniðmát

Úr Kennarakvikan

Hugbúnaðurinn sem keyrir Kennarakvikuna býður upp á sérstakar síður, svokölluð snið, sem má spyrða inn í venjulegar síður. Þetta getur verið hentugt t.a.m. ef það er einhver texti sem á að koma fyrir á mörgum síðum, en ætti að vera hægt að uppfæra á einum, miðlægum stað. Dæmi um slíkt snið er Snið:CC0 sem birtist þá svo:

    
   Höfundur þessa efnis hefur gefið það út í almannaeign með því að nota Creative Commons CC0 yfirlýsinguna.

Þú mátt: Afrita, breyta, dreifa og nýta efnið, jafnvel í viðskiptalegum tilgangi, án nokkurra leyfisbeiðna.

Athugaðu: Þó að höfundur hafi afsalað sér öllum réttindum, gæti efnið innihaldið atriði sem falla undir önnur lög (t.d. vörumerki eða einkarétt hugverka). Sjá nánar í CC0 yfirlýsingunni.

Algengara er þó að sniðmátin séu sérsniðin með því að skilgreina svokallaða stika. Dæmi um þetta er sniðmátið Snið:Bún einn stika. Sá stiki er nafn á undirsíðu Búnaður fyrir náttúruvísindakennslu og býr til hlekk á undirsíðuna.

Sniðmát geta tekið marga stika til að skilgreina hvernig einhver hlutur á að líta út. Annað dæmi um sniðmát eru rammarnir á forsíðunni. Þeir eru gerðir með sniðmátinu Snið:Spjald sem tekur stika fyrir hvaða mynd spjaldið (ramminn) á að sýna, hvert hlekkurinn á að vísa, og svo valkvæman stika fyrir texta neðan hlekktextans.

Sniðmáti bætt við síðu[breyta frumkóða]

Til að bæta við sniðmáti í gegnum tólavalstikuna er:

Á síðu sem er í breytingarham er smellt á "Setja inn" og "Snið valið" í tólavalstikunni.
Nafn sniðmátsins er slegið inn. Nóg er að slá inn upphaf nafnsins og viðmótið birtir þá sniðmát sem passa við upphafið svo hægt sé að velja rétta sniðið úr listanum.
Stikum bætt við. Hér þarf mögulega að fara á síðu sniðsins (sjá t.a.m. hlekkina hér að ofan) og skoða skjölunina þar. Ef þú veist um dæmi þess að sniðið sé notað annarsstaðar geturðu opnað þá síðu til breytinga og tvísmellt á sniðmátið til að sjá hvernig það er skilgreint.
Gildi stikanna eru færð inn og smellt á "Virkja breytingar".


Sniðmáti bætt við í frumkóða[breyta frumkóða]

Til viðbótar við venjulega ritilinn er hægt að breyta frumkóða síða. Frumkóðinn er ekki sérlega flókinn en kann að koma kynlega fyrir sjónir þegar fólk sér hann fyrst. Kóðinn skilgreinir nákvæmlega hvernig síðan á að líta út, og því getur verið hentugt að breyta frumkóðanum beint ef einhver vandamál koma upp.

Sniðmátum er bætt við í frumkóða með því að setja nafn þeirra í slaufusviga. Í dæminu á myndunum hér að ofan er sniðmátinu Snið:Bún bætt við og fyrsta (og eina) stiga gefið gildið "Ediksýra". Í frumkóða er þetta einfaldlega gert svo:

{{bún|Ediksýra}}

Flóknari sniðmát kunna að vera eitthvað í líkingu við:

{{umbox|text={{CC0}}|bg=white}}

en það er sniðmátið sem myndar rammann utan um leyfistilgreininguna hér efst á síðunni.

Almenn sniðmát á Kennarakvikunni[breyta frumkóða]

Snið:Bootstrap-mynd
Snið sem lætur mynd aðlagast stærð gluggans svo síðan virki betur á ólíkum stærðum tækja.
Snið:Skref
Sniðmát fyrir skýra skrefalýsingu. Dæmi: DNA einangrun
Snið:Spjald
Spjald er kassi með mynd, titli og valkvæmum skýringartexta líkt og eru notuð á forsíðunni. Sniðið einfaldar að búa til kóðann sem þarf til að myndin virki einnig sem hlekkur þangað sem titillinn vísar.
Snið:Umbox
Býr til kassa með nokkrum stöðluðum reitum. M.a. notað í Snið:CC0 og Snið:CC-by
Snið:Us
Snið sem býr til hlekk á undirsíðu án þess að hafa skástrikið fremst. Sjá t.d. á Verkefnabanki í stærðfræðikennslu og Búnaður fyrir náttúruvísindakennslu

Snið sem eru sérsniðin að ákveðnum verkefnum[breyta frumkóða]

Búnaður fyrir náttúruvísindakennslu[breyta frumkóða]

Snið:Bún
Snið sem býr til hlekk á undirsíður hverrar gerðar búnaðar á Búnaður fyrir náttúruvísindakennslu.

Hæfniviðmið aðalnámsskrár[breyta frumkóða]

Snið:Ang-hæfnistig
Snið sem býr til hlekki sem fara efst á undirsíður hæfniviðmiðanna svo hægt sé að hoppa á milli stiga (yfirleitt 4., 7., og 10. bekkur) hvers hæfniviðmiðs.
Snið:Ang-hæfniviðmið
Býr til hlekki úr yfirlitstöflum hæfniviðmiðanna á undirsíður hvers hæfniviðmiðs.

Efnisheimurinn[breyta frumkóða]

Snið:Efnisheimurinn
Býr til hlekk á ákveðna blaðsíðu í rafbókarútgáfu Efnisheimsins á vef MMS.
Snið:Efnisheimurinn bls
Mótar litla útgáfu af hlekknum sem Snið:Efnisheimurinn svo það fari minna fyrir honum.

Leyfissnið[breyta frumkóða]

Eftirfarandi sniðmát sýna undir hvaða leyfi er á tilsvarandi efni: