Hvað getur þú gert úr stafnum þínum?

Úr Kennarakvikan

Tilraunir með flutninga í hnitakerfi - Speglun, snúningur og hliðrun

Verkefni upphaflega sett saman af Borghildi Jósúadóttur, Grundaskóla á Akranesi, og samþættir stærðfræði og textílmennt en er hægt að útfæra á marga vegu. Það er unnið út frá kaflanum Hnitakerfi og flutningar úr bókinni Átta-tíu 2.

Efnið er ætlað nemendum í áttunda bekk og er miðað við að það taki allt að 18 kennslustundir.


Verklýsing[breyta | breyta frumkóða]

Teiknaðu uppáhaldsstafinn í nafniu þínu inn í hnitakerfi
Prófaðu að spegla, hliðra eða snúa stafnum og búa þannig til munstur (nota spegla).
Gerðu nokkrar tilraunir og prófaðu þig áfram.
Veldu eina tillögu og búðu til flóknara munstur.
Yfirfærðu á glæru (ljósaborð).
Ljósritaðu glæruna í nokkrum eintökum og prófaðu að lita.

Einn möguleiki er að yfirfæra endanlega mynd (glæra og myndvarpi) yfir á málningarstriga og mála síðan.
Það er líka hægt að lita með trélitum, vatnslita, gera klippimynd, krossauma eða annað sem ykkur dettur í hug.