Notandi:Martin/Vísindasmiðjur/Þéttleiki heits og kalds vatns
Úr Kennarakvikan
Markmið[breyta | breyta frumkóða]
Að kanna þéttleika (einnig kallað eðlismassa) heits og kalds vatns.
Áhöld og efni[breyta | breyta frumkóða]
- Tvö jafnstór glös
- Vatn
- Matarlitur
- Hraðsuðuketill
- Tvær vatnskönnur
- Spjald sem getur lokað glasinu
Valkvæmt
- Kar til að gera tilraunina í (ef það skyldi sullast vatn).
Framkvæmd[breyta | breyta frumkóða]
- Gætið þess að vera með hanska eða að vatnið verði ekki svo heitt að þið getið ekki handleikið glösin.
Hitum vatn, hellum í vatnskönnu og merkjum með rauðum matarlit. Hellum köldu kranavatni í aðra vatnskönnu og merkjum með bláum matarlit.
Hellum köldu vatni í glas svo það sé barmafullt. Hellum heitu vatni í glas, leggjum spjald ofan á og hvolfum því svo spjaldið haldi vatninu inni.
Leggjum glasið með heita vatninu á hvolfi ofan á glasið með kalda vatninu og drögum spjaldið varlega undan svo ekkert sullist út.
Fylgjumst með því hvað gerist.
Endurtökum þetta svo á hinn veginn: Fyllum glas barmafullt af heitu vatni og hvolfum glasi með köldu vatni yfir það heita. Drögum spjaldið undan glasinu með kalda vatninu og fylgjumst með hvað gerist.
Niðurstöður[breyta | breyta frumkóða]
- Ræðið hvað gerðist ykkar á milli og berið það undir kennarann. Lýsið svo því sem gerist í ykkar eigin orðum.