Verkleg eðlisfræði í Kvennó/Bylgjupúls

Úr Kennarakvikan

Markmið[breyta | breyta frumkóða]

Markmið er að mæla hraða bylgjupúls sem ferðast eftir strekktum gormi.

Tæki[breyta | breyta frumkóða]

  • Langur gormur
  • Málband
  • Tímamælir

Framkvæmd[breyta | breyta frumkóða]

Leggið gorminn á gólfið, strekkið hann með báða enda fasta og mælið lengd hans (L).

Sendið þverbylgjupúls frá öðrum enda gormsins og mælið þann tíma sem það tekur púlsinn að fara n ferðir eftir gorminum. Mælið tímann þrisvar og reiknið meðaltíma.

Gerið alls fjórar slíkar mælingar en strekkið gorminn á milli mælinga (hér má annað hvort teygja á gorminum þannig að lengd hans haldist jöfn, eða strekkja á gorminum en nota minni hluta hans svo lengdin sé alltaf eins. Skráið niðurstöður allra mælinga í töflu sambærilegri þeirri hér að neðan:

Lengd
Ferðir
Tími Meðaltími
Púlshraði
 
 
 
 

Úrvinnsla[breyta | breyta frumkóða]

Reiknið hraða púlsins og skráið hann í töflu 1. Hvaða áhrif hefur lenging gormsins á púlshraðann?

Hvers vegna breytist púlshraðinn þegar strekkt er á gorminum? Finndu jöfnu sem lýsir hraða bylgju á streng og útskýrðu svar þitt með því að vísa í hana.

Ítarefni[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd þessa verkefnis er Kvennó - Verkleg eðlisfræði - Bylgjupúls.docx eftir Leu Maríu Lemarquis og Mariu Victoriu Sastre Pedro.