Verkleg eðlisfræði í Kvennó/Vinna og orka

Úr Kennarakvikan

Markmið[breyta | breyta frumkóða]

Í þessari tilraun er orkuumbreyting vagns sem rennur niður skábretti könnuð og þeir kraftar sem verka á hann greindir.

Mynd af uppstillingu tilraunaáhalda.

Framkvæmd[breyta | breyta frumkóða]

  1. Renna er fest á stand þannig að hún halli og haldist stöðug allan tímann. Ljósgátt er tengd við tímaboxið í innstungu 1.
  2. Staðsetjið ljósgátt við 170 cm á kvarðanum á rennunni og mælið lóðrétta hæð ljósgáttarinnar. Kveikið á tímaboxinu og veljið SPEED með rauða rofanum og One Gate með þeim bláa. Ýtið á Start/Stop rofann (þá birtist * í glugganum þegar mælingatæki er tilbúið til að mæla).
  3. Staðsetjið vagn með rákaspjaldi við 20 cm og mælið lóðrétta hæð vagnsins. Sleppið þannig að vagninn rúlli af stað og stöðvið hann eftir að hann hefur farið í gegnum ljósgáttina. Lesið gildið af tímaboxinu. Mæling er endurtekin 5 sinnum og meðaltal af augnablikshraða reiknaður.
  4. Skráið vegalengd sem vagninn fór í metrum, hraða sem hann náði í m/s, hæðarmun sem hann varð fyrir í metrum.
  5. Mælið massa vagnsins.
  6. Reiknið stöðuorku vagnsins áður en hann fer af stað, hreyfiorku vagnsins þegar hann er kominn niður og orkutap á leiðinni.
  7. Reiknið núningskraft sem verkar á vagninn.
  8. Teiknið kraftamynd fyrir vagninn og reiknið þyngdarkraft, normalkraft og núningsstuðul. Notið hornaföll til að ákvarða hornið.
  9. Hvaða kraftur veldur því að vagninn rennur áfram? Reiknið hann.

Ítarefni[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd þessa verkefnis er Vinna og Orka 24.docx eftir Leu Maríu Lemarquis og Mariu Victoriu Sastre Pedro.