Kennarakvikan
Kennarakvikan
Leit
Skrá inn
↓
Persónuleg verkfæri
Ekki skráð/ur inn
Spjall
Framlög
Stofna aðgang
Skrá inn
Leiðsagnarval
Flakk
Nýlegar breytingar
Vaktlistinn minn
Handahófsvalin síða
Allar síður
Skrár
Allar skrár
Hlaða inn skrá
Notendur
Nýir notendur
Notandahandbók
Samþykktir
Breyti
Hæfniviðmið náttúrugreina/Massi (10)
(hluta)
Úr Kennarakvikan
Viðvörun:
Þú ert ekki innskráð(ur). Vistfang þitt verður sýnt opinberlega ef þú gerir einhverjar breytingar. Ef þú
skráir þig inn
eða
stofnar aðgang
munu breytingarnar þínar vera tengdar við notandanafn þitt, ásamt öðrum kostum.
Amasendingavörn.
Ekki
fylla þetta út!
== Ítarefni == === Massi === Hugtakið massi er mörgum nemendum framandi enda ekki sérlega hversdagslegt hugtak. Oft tengja nemendur efnismagn við þyngd efnis enda er það algengasta leiðin sem við skynjum og mælum efnismagn. Þyngdin er hins vegar birtingarmynd massa þegar á hann verkar þyngdarkraftur. Í þyngdarleysi (t.d. í frjálsu falli á sporbraut um Jörðu) er efnismagnið það sama, en þyngdin er ... ja, engin. Reyndar sést þetta líka á Jörðu niðri. Þyngdarsvið Jarðar er ekki jafn sterkt allstaðar. Á Íslandi er það t.a.m. 0,4% sterkara en við suðurodda Indlands. Þetta er lítill munur en þó mælanlegur og skiptir máli þegar við vinnum formlega með massa og þyngd. Athugum þó að til að flækja málin þá er mælieiningin fyrir massa sú sem við notum venjulega til að mæla þyngd. {| class="wikitable" ! style="width: 6em;" | ! style="width: 50%" | Hversdagsleg notkun ! style="width: 50%" | Formleg merking í vísindum |- ! Massi | Eitthvað mikið eða flott (''"massaflottir tónleikar"''), styrkur (''"alger massi"''), efnismagn (''"massíft borð"''). | Efnismagn hlutar. SI eining: kg |- ! Þyngd | Hversu mikið af efni er. Yfirleitt talað um það í (formlegum) einingum massa eins og kg, g, tonn, pund, o.s.frv. | Kraftur á massa í þyngdarsviði. SI eining: N |} === Eðlismassi === Eðlismassi er mörgum nemendum flókið hugtak; líklega að nokkru leyti fyrir það að það er ógagnsætt. Það er nógu erfitt að læra hvað massi er þó ekki sé eðlismassa bætt ofaná! Það má reyndar segja að til sé öllu gagnsærra orð sem mætti þess vegna skipta eðlismassanum út fyrir: þéttleiki. Þetta er sambærilegt orðunum sem notuð eru á ýmsum öðrum germönskum málum (''de.'' Dichte, ''en.'' density, ''no.'' tetthet, ''sv.'' densitet) þótt Danir noti reyndar "massefylde". Eðlismassi/þéttleiki efnis er það hversu þétt efnismagnið situr. Er einu kílógrammi dreift yfir heilan rúmmeter (u.þ.b. þéttleiki lofts) eða er það samankomið í t.d. 50 <math>\text{cm}^3</math> eins og í tilviki gulls. ==== Einingar og umbreytingar á milli þeirra ==== Í SI-einingum er eðlismassi grjóts um 5.000 kg/m^3 og gulls 19.320 kg/m^3. Það eru heldur óhentugar stærðir, sér í lagi þegar við erum oftar að handleika efni nær einingunni rúmsentímeter en rúmmeter og því er oft notuð einingin g/cm^3. Til að skipta á milli þurfum við að skipta á milli kg og g, og cm^3 og m^3. Ein leið er að gera það svo: :<math>1 \text{ kg}/\text{m}^3 = \frac{1000 \text{ g}}{(100 \text{ cm})^3} = \frac{1000}{1.000.000} \text{ g}/\text{cm}^3 = 0,001 \text{ g}/\text{cm}^3</math> :<math>1 \text{ g}/\text{cm}^3 = \frac{0,001 \text{ kg}}{(0,01 \text{ m})^3} = \frac{0,001}{0,000.001} \text{ kg}/\text{m}^3 = 1000 \text{ kg}/\text{m}^3</math> ==== Nokkrir eðlismassar ==== Hér að neðan eru eðlismassar/þéttleikar nokkurra efna: {| class="wikitable" ! Efni ! Eðlismassi (g/cm³) ! Hamur |- | Vetni (við staðalaðstæður) || 0.00009 || gas |- | Helíum (við staðalaðstæður) || 0.000178 || gas |- | Kolmónoxíð (við staðalaðstæður) || 0.00125 || gas |- | Nitur (við staðalaðstæður) || 0.001251 || gas |- | Loft (við staðalaðstæður) || 0.001293 || gas |- | Koldíoxíð (við staðalaðstæður) || 0.001977 || gas |- | Liþíum || 0.534 || fast efni |- | Ís || 0.920 || fast efni |- | Vatn við 20°C || 0.998 || vökvi |- | Vatn við 4°C || 1.000 || vökvi |- | Sjór || 1.03 || vökvi |- | Mjólk || 1.03 || vökvi |- | Kol || 1.1-1.4 || fast efni |- | Blóð || 1.600 || vökvi |- | Magnesíum || 1.7 || fast efni |- | Granít || 2.6-2.7 || fast efni |- | Ál || 2.7 || fast efni |- | Stál || 7.8 || fast efni |- | Járn || 7.8 || fast efni |- | Kopar || 8.3-9.0 || fast efni |- | Blý || 11.3 || fast efni |- | Kvikasilfur || 13.6 || vökvi |- | Úran || 18.7 || fast efni |- | Gull || 19.3 || fast efni |- | Platína || 21.4 || fast efni |- | Osmíum || 22.6 || fast efni |- | Iridíum || 22.6 || fast efni |- | Hvítur dvergur || 10<math>^7</math> || fast efni |}
Breytingarágrip:
Athugaðu að aðrir notendur geta breytt eða fjarlægt öll framlög til Kennarakvikan. Ef þú vilt ekki að textanum verði breytt skaltu ekki senda hann inn hér.
Þú lofar okkur einnig að þú hafir skrifað þetta sjálfur, að efnið sé í almannaeigu eða að það heyri undir frjálst leyfi. (sjá
Kennarakvika:Höfundaréttur
).
EKKI SENDA INN HÖFUNDARRÉTTARVARIÐ EFNI ÁN LEYFIS RÉTTHAFA!
Hætta við
Breytingarhjálp
(opnast í nýjum glugga)