Kennarakvikan
Kennarakvikan
Leit
Skrá inn
↓
Persónuleg verkfæri
Ekki skráð/ur inn
Spjall
Framlög
Stofna aðgang
Skrá inn
Leiðsagnarval
Flakk
Nýlegar breytingar
Vaktlistinn minn
Handahófsvalin síða
Allar síður
Skrár
Allar skrár
Hlaða inn skrá
Notendur
Nýir notendur
Notandahandbók
Samþykktir
Breyti
Tink@School/Hreyfanlegt skilti
(hluta)
Úr Kennarakvikan
Viðvörun:
Þú ert ekki innskráð(ur). Vistfang þitt verður sýnt opinberlega ef þú gerir einhverjar breytingar. Ef þú
skráir þig inn
eða
stofnar aðgang
munu breytingarnar þínar vera tengdar við notandanafn þitt, ásamt öðrum kostum.
Amasendingavörn.
Ekki
fylla þetta út!
== Um verkefnið == [[Mynd:Dæmi um skilti með hreyfingu.png|thumb|Dæmi um skilti með hreyfingu]] Í þessu Tinkering verkefni búa nemendur til aðgerðarskilti sem tengist sjálfbærni. Hægt er að vinna að málefnum sjálfbærni út frá mörgum hliðum og í gegnum lítil verkefni. Nemendur huga að þeim breytingum sem þeir vilja sjá í skólanum í tengslum við sjálfbærni og búa til aðgerðarskilti til að sannfæra aðra nemendur, kennara eða foreldra. Skiltið sjálft þarf að vera sjálfbært og er því búið til úr endurunnum pappa. Nemendur fá tækifæri til að hugsa um hvernig þeir geti stuðlað að sjálfbærni og komið skilaboðum sínum á framfæri. Auk þess kynnast þeir mismunandi aðferðum við að búa til hreyfingu og/eða láta eitthvað spretta upp úr skiltinu. [[Mynd:Pop up skilti.jpg|thumb|267x267dp|Dæmi um hreyfingu]] === Tenging við sjálfbærni === * Nemendur hugsa um vandamál eða lausnir sem tengjast sjálfbærni og búa til skilti sem annað hvort lýsa áhyggjum þeirra af málefninu eða hvetja aðra til aðgerða. * Nemendur endurvinna pappakassa og annan pappír og sjá hvernig mögulegt er að endurnýta úrgang. === Öryggismál === {| class="wikitable" !Hætta !Ráðleggingar |- |Beittir hnífar (t.d. dúkahnífar) |Leiðbeinið varðandi notkun og varist að láta yngri börn nota beitta hnífa. Ekki skilja þá eftir liggjandi á ógætilegum stað. Ítrekið að blaðið sé dregið inn þegar hnífurinn er ekki í notkun og skerið ávallt á skurðarmottu. |- |Límbyssur og heitt lím |Leiðbeinið varðandi notkun. Límbyssan er staðsett á ákveðnu svæði þar sem hægt er að hafa eftirlit með henni. |} === Nauðsynlegur efniviður === {| class="wikitable" !Hlutir !Athugasemdir !Alls (fyrir um 30 nemendur) |- |Snæri/band | |2 hnyklar |- |Grillspjót, kokteilpinnar og/eða íspinnaprik | |1 eða 2 pakkar |- |Korkur |Valfrjálst |15 |- |Þvottaklemmur | |25 |- |Splitti | |2 kassar |- |Bréfaklemmur | |2 kassar |- |Gúmmíteygjur | |2 kassar |- |Endurvinnanlegur bylgjupappi (traustur) |Stórir kassar geta verið grunnur að skilti. Gott að vera búið að klippa niður í smærri spjöld. |1 fyrir hvern hóp, stærð um það bil A4 eða A3 + auka efni til að byggja ofan á |- |Endurvinnanlegur pappír (þynnri en bylgjupappinn) |Til dæmis: kexpakkar, kassar utan um tepoka, eggjabakkar, klósettrúllur, pappaglös, leikfangaumbúðir o.s.frv. |Nægur tinkering efniviður fyrir alla hópa |- |Pappír og föndurefni |Til dæmis: gömul veggspjöld, auglýsingabæklingar, sælgætisbréf, ávaxtanet o.s.frv. |Nægur tinkering efniviður fyrir alla hópa |} === Nauðsynleg verkfæri === {| class="wikitable" !Hlutir !Athugasemdir !Alls (fyrir um það bil 30 nemendur) |- |Skæri | |15 |- |Málningarlímband | |15 |- |Lím | |15 |- |Dúkahnífar | |15 |- |Skurðarmotta | |15 |- |Heftari | |5 |- |Litir/vaxlitir |Óþarfi að hafa of mikið magn, áhersla er lögð á að vera skapandi með pappír |1 pakki á hóp |- |Límbyssa |Valfrjálst |1 |- |Strokleður | |15 |} === Undirbúningur === * Vertu búinn að prófa nokkrar aðferðir til að fá hreyfingu á skiltið og með einhver dæmi til að sýna nemendum. Þú getur búið til sýnishorn eða notað dæmi sem sjást á myndum í viðauka hér að neðan. * Safnaðu nægum pappa til að hafa bæði gott úrval af traustum pappa sem grunn fyrir skiltin og þynnri pappa (til að klippa niður og líma). * Vertu búinn að klippa grunnspjöld úr pappanum fyrir fram sem verða grunnur að skilti nemenda. Hægt er að ákveða stærðina eftir aldri nemenda eða hópastærð (samvinnuverkefni eða einstaklingsvrkefni '''Ráð:''' Gerðu efniviðinn aðgengilegan og aðlaðandi t.d. með því að vera búinn að skera pappírinn niður í svipaðar stærðir og raða efniviðnum upp t.d. eftir lit eða stærð. Sjá dæmi um uppsetningu og tegund efniviðs hér að neðan: [[Mynd:Klippa pappa í passlegar stærðir.jpg|engin|thumb|Pappaspjöld flokkuð eftir stærð og lögun]] [[Mynd:Uppsetning.jpg|engin|thumb|291x291dp|Endurunnir kassar klipptir í form og flokkaðir]] '''Undirbúningur rýmis:''' * Sjáðu til þess að það sé nóg af vinnuborðum í kennslustofunni eða í vinnurýminu. Fjöldi borða fer eftir fjölda nemenda, 1-2 hópar geta unnið við hvert borð. * Skiptu pappaspjöldunum sem eiga að vera grunnur að skiltunum á milli borða. * Hafðu 2-3 borð með ýmsum efnivið dreifð um stofuna. Eitt fyrir stóran pappa, eitt fyrir lítinn pappa og eitt fyrir verkfæri og annan efnivið. Þannig þurfa nemendur að fara um rýmið, kynna sér hvaða efniviður er í boði og sjá í leiðinni hvað aðrir hópar eru að búa til.
Breytingarágrip:
Athugaðu að aðrir notendur geta breytt eða fjarlægt öll framlög til Kennarakvikan. Ef þú vilt ekki að textanum verði breytt skaltu ekki senda hann inn hér.
Þú lofar okkur einnig að þú hafir skrifað þetta sjálfur, að efnið sé í almannaeigu eða að það heyri undir frjálst leyfi. (sjá
Kennarakvika:Höfundaréttur
).
EKKI SENDA INN HÖFUNDARRÉTTARVARIÐ EFNI ÁN LEYFIS RÉTTHAFA!
Hætta við
Breytingarhjálp
(opnast í nýjum glugga)