Kennarakvikan
Kennarakvikan
Leit
Skrá inn
↓
Persónuleg verkfæri
Ekki skráð/ur inn
Spjall
Framlög
Stofna aðgang
Skrá inn
Leiðsagnarval
Flakk
Nýlegar breytingar
Vaktlistinn minn
Handahófsvalin síða
Allar síður
Skrár
Allar skrár
Hlaða inn skrá
Notendur
Nýir notendur
Notandahandbók
Samþykktir
Breyti
Tink@School/Poki fyrir jörðina
(hluta)
Úr Kennarakvikan
Viðvörun:
Þú ert ekki innskráð(ur). Vistfang þitt verður sýnt opinberlega ef þú gerir einhverjar breytingar. Ef þú
skráir þig inn
eða
stofnar aðgang
munu breytingarnar þínar vera tengdar við notandanafn þitt, ásamt öðrum kostum.
Amasendingavörn.
Ekki
fylla þetta út!
== Um verkefnið == Hugtakið sjálfbærni felur meðal annars í sér að hugsa vel um jörðina með því að draga úr sóun, endurnýta efni og endurvinna þegar mögulegt er. Við getum verið ofurhetjur þegar kemur að sjálfbærni með því að hvetja aðra til að endurvinna, endurnýta hluti á skapandi hátt og taka vistvænar ákvarðanir í daglegu lífi. Í þessu Tinkering verkefni gera nemendur einstakan poka sem hvetur aðra til að grípa til sjálfbærra aðgerða. Pokann er svo hægt að nýta á margvíslegan máta t.d. fyrir úrgangsefni sem eiga að fara í endurvinnslu eða til að koma á framfærum skilaboðum um mikilvægi þessa að draga úr sóun. Nemendur fá fjölbreyttan efnivið til að skapa pokann sinn, ákveða hvernig hann lítur út og hver tilgangur hans er. {| class="wikitable" !Tímalengd |''120 mínútur'' |- !Markhópur |''Nemendur á aldrinum 10 til 12 ára. Nemendur sem geta lesið, notað skæri, hníf, nál og tvinna'' |- !Tenging við námskrá |''Verkefnið er hægt að tengja við listgreinar, vísindagreinar og stærðfræði'' ''Í verkefninu er m.a. unnið með eftirfarandi hæfni:'' * ''samvinna'' * ''tjáning'' * ''gagnrýnin hugsun'' * ''sköpun'' * ''hreyfifærni'' * ''leiðtogafærni'' * ''teymisvinna'' * ''tímastjórnun'' * ''sjálfstraust'' |- !Aðrar upplýsingar |''Þátttakendur (kennarar og nemendur) eru upplýstir um það fyrir fram að þeir munu taka þátt í hópverkefni tengdu sjálfbærni. Nemendur eru beðnir um að safna saman endurvinnanlegum efnivið (rusli), kennari skiptir nemendum í 4-5 manna hópa og vinnustofan á sér stað í kennslustund.'' |} === Tenging við sjálfbærni === Verkefnið „Poki fyrir jörðina“ byggir á sjálfbærri nálgun með því að safna endurnýtanlegum efniviði og nýta. Í gegnum Tinkering ferlið verða nemendur einnig beðnir um að tengja það sem þau búa til (pokann sinn) við sjálfbærni og möguleg áhrif. === Öryggismál === {| class="wikitable" !Hætta !Ráðleggingar |- |Nemendur geta stungið sig á beittum saumnálum |Leggja áherslu á að gæta varúðar þegar unnið er með beitt verkfæri eins og nálar og skæri. Hafa skal sjúkrakassa tiltækan í kennslustofunni. |- |Lím á fingur |Fer eftir því hvers konar lím er notað, sumar tegundir eru mjög sterkar. Hafa tiltæk hreinsiefni, olíu eða annað sem hreinsar lím af húð. Ef notuð er límbyssa og heitt lím þarf leiðbeiningar fyrir umgengni og jafnvel sjá til þess að nemendur noti hana undir eftirliti. |} === Nauðsynlegur efniviður === {| class="wikitable" !Hlutir !Athugasemdir !Alls |- |Endurvinnalegur pappír fyrir mynstur og hönnun | |Um 2 á hvern hóp |- |Fjölbreytt úrval af litum t.d. pennum, tússlitum, eða trélitum úr umhverfisvænum efnum. | |Um 1 sett á mann |- |Endurvinnanlegur efniviður til að búa til pokann. |''Innkaupapokar, töskur, taupokar, gömul föt'' ''Umbúðapakkningar, , kartöflunet'' ''Gamlir borðar eða fánar (t.d. sem eru notaðir á byggingarsvæðum)'' |Um 3 á hvern hóp |- |Ávaxtanet | | |- |Skrautefni |Hægt að endurnýta gamla hluti t.d. gamlar hjólaslöngur, bílbelti, eða eitthvað úr góðgerðarverslun | |- |Garn, band, efni (tau) |Gömul föt, eða annað efni sem hægt er að endurnýta á skapandi máta |Um 1 á mann |} === Nauðsynleg verkfæri === {| class="wikitable" !Hlutir !Athugasemdir !Alls |- |Skæri | |1 á hóp |- |Lím |Límið þarf að vera nægilega sterkt til að geta fest efni saman |1 á hóp |- |Umhverfisvænt límband | |1 á hóp |- |Nál og tvinni |Fer eftir því hvort nemendurnir sem taka þátt eru færir um að sauma. Gott er að hafa nálarnar á nálapúða eða í öskju |4 nálar á hvern hóp 3 eða 4 tvinna kefli |- |Reglustika | |2 á hóp |- |Prjónar eða títiprjónar |Til að festa efnivið saman áður en hann er saumaður | |} === Undirbúningur === Raðið borðum saman í kennslustofunni til að tryggja góða vinnuaðstöðu fyrir hópastarf. Hvetjið nemendur til að ganga um stofuna og fylgjast með. Gott er að dreifa efnivið og verkfærum á mismunandi vinnustöðvar. Hættulegum verkfærum (t.d. límbyssu) er raðað upp á kennaraborðið. Flokkið efniviðinn þannig að auðvelt sé að hafa yfirsýn yfir það sem er í boði. Búið til sýnidæmi til að gefa nemendum hugmyndir og innblástur.
Breytingarágrip:
Athugaðu að aðrir notendur geta breytt eða fjarlægt öll framlög til Kennarakvikan. Ef þú vilt ekki að textanum verði breytt skaltu ekki senda hann inn hér.
Þú lofar okkur einnig að þú hafir skrifað þetta sjálfur, að efnið sé í almannaeigu eða að það heyri undir frjálst leyfi. (sjá
Kennarakvika:Höfundaréttur
).
EKKI SENDA INN HÖFUNDARRÉTTARVARIÐ EFNI ÁN LEYFIS RÉTTHAFA!
Hætta við
Breytingarhjálp
(opnast í nýjum glugga)