Kennarakvikan
Kennarakvikan
Leit
Skrá inn
↓
Persónuleg verkfæri
Ekki skráð/ur inn
Spjall
Framlög
Stofna aðgang
Skrá inn
Leiðsagnarval
Flakk
Nýlegar breytingar
Handahófsvalin síða
Hlaða inn skrá
Allar skrár
Notendur
Allir notendur
Notandahandbók
Breyti
Tink@School/Sjálfbærnidagatal
(hluta)
Úr Kennarakvikan
Viðvörun:
Þú ert ekki innskráð(ur). Vistfang þitt verður sýnt opinberlega ef þú gerir einhverjar breytingar. Ef þú
skráir þig inn
eða
stofnar aðgang
munu breytingarnar þínar vera tengdar við notandanafn þitt, ásamt öðrum kostum.
Amasendingavörn.
Ekki
fylla þetta út!
== Um verkefnið == [[Mynd:Dagatal2.jpg|thumb|286x286dp|Dæmi um dagatal]] Í verkefninu búa nemendur til Sjálfbærnidagatal með aðferðum Tinkering þar sem áhersla er lögð á málefni tengd endurvinnslu, að draga úr sóun og að endurnýta bæði á fatnaði og annan varning. Með því að fylgjast með aðgerðum í átt að sjálfbærnimarkmiðum geta nemendur greint tækifæri til úrbóta. Dagatalið getur falið í sér ýmsar aðgerðir í tengslum við eftirfarandi málefni: draga úr orkunotkun, spara vatn, draga úr sóun, nota sjálfbærar samgöngur og styðja staðbundna og lífræna matvælaframleiðslu. Mögulega er hægt að nýta sér daga sem eru helgaðir umhverfismálum eins og „Dag jarðar“ eða „Alþjóðlegan umhverfisdag“ til að auka vitund og hvetja til þátttöku. === Tenging við sjálfbærni === * Nemendur nota endurvinnanlegan efnivið eða rusl til að búa til sjálfbærnidagatöl * Nemendur hugsa um aðgerðir til sjálfbærni, t.d. hversu mikið þeir eru tilbúnir að skuldbinda sig þeim og hvort þeir séu jafn tilbúnir að tileinka sér sjálfbæra hegðun heima og í skólanum. === Öryggismál === {| class="wikitable" ! Hætta ! Ráðleggingar |- |Hætta á að skera sig t.d. á föndurhnífum /dúkahnífum eða nálum |Fullorðnir þurfa að hafa eftirlit og veita stuðning á meðan á Tinkering-verkefnavinnunni stendur |} === Nauðsynlegur efniviður === {| class="wikitable" ! Hlutir ! Athugasemdir''' ! Alls |- |Endurunninn pappír |Kannaðu hvort fyrirtæki eða bókasafn í nágrenninu geti safnað pappír t.d. gömlum veggspjöldum eða auglýsingabæklingum til að nota. |Nóg fyrir hvern hóp til að nýta í dagatalið |- |Bylgjupappi |Gamlir kassar o.fl. |2 á hóp |- |Klemmur eða möppuhringir | |5 á hóp |- |Endurnýttur efniviður til að skreyta |Korkur, bönd (snæri, garn), litríkar umbúðir, veggspjöld, tímarit, möppur, póstkort |Fjölbreytt úrval |- |Splitti | | |- |Endurvinnanlegur efniviður |Plastílát, umbúðir o.s.frv. |Fjölbreytt úrval |} === Nauðsynleg verkfæri === {| class="wikitable" ! Hlutir ! Athugasemdir ! Alls |- |Litir | |1 kassi á hvern hóp |- |Skæri | |3 fyrir hvern hóp |- |Garn eða reipi | |3 hnyklar fyrir hvern hóp |- |Skurðarmotta | |1 fyrir hvern hóp |- |Föndurhnífur, dúkahnífur | |1 fyrir hvern hóp |- |Pappírsskeri | |1 fyrir hvern hóp |- |Límstifti/lím | |3 fyrir hvern hóp |- |Strokleður | |1 á mann |- |Reglustika | |1 fyrir hvern hóp |- |Gatari | |1 fyrir hvern hóp |- |Límband | |1 fyrir hvern hóp |- |Límbyssa | |1 á sameiginlegu svæði |} Listi yfir efni og verkfæri er ekki tæmandi en mikilvægt er að hafa fjölbreyttan efnivið tiltækan. Hægt er að aðlaga listann eftir því hvernig verkefnið er sett fram fyrir nemendur. === Undirbúningur === Raðið borðum saman í kennslustofunni til að tryggja góða vinnuaðstöðu fyrir hópastarf. Hvetjið nemendur til að ganga um stofuna og fylgjast með. Gott er að dreifa efnivið og verkfærum á mismunandi vinnustöðvar. Hættulegum verkfærum (t.d. hnífum og límbyssu) er raðað upp við kennaraborðið. Flokkið efniviðinn þannig að það sé hægt að fá yfirsýn yfir allt sem er í boði. Búið til sýnidæmi til að gefa nemendum hugmyndir.
Breytingarágrip:
Athugaðu að aðrir notendur geta breytt eða fjarlægt öll framlög til Kennarakvikan. Ef þú vilt ekki að textanum verði breytt skaltu ekki senda hann inn hér.
Þú lofar okkur einnig að þú hafir skrifað þetta sjálfur, að efnið sé í almannaeigu eða að það heyri undir frjálst leyfi. (sjá
Kennara Wiki:Höfundaréttur
).
EKKI SENDA INN HÖFUNDARRÉTTARVARIÐ EFNI ÁN LEYFIS RÉTTHAFA!
Hætta við
Breytingarhjálp
(opnast í nýjum glugga)