Kennarakvikan
Kennarakvikan
Leit
Skrá inn
↓
Persónuleg verkfæri
Ekki skráð/ur inn
Spjall
Framlög
Stofna aðgang
Skrá inn
Leiðsagnarval
Flakk
Nýlegar breytingar
Vaktlistinn minn
Handahófsvalin síða
Allar síður
Skrár
Allar skrár
Hlaða inn skrá
Notendur
Nýir notendur
Notandahandbók
Samþykktir
Breyti
Tink@School/Poki fyrir jörðina
(hluta)
Úr Kennarakvikan
Viðvörun:
Þú ert ekki innskráð(ur). Vistfang þitt verður sýnt opinberlega ef þú gerir einhverjar breytingar. Ef þú
skráir þig inn
eða
stofnar aðgang
munu breytingarnar þínar vera tengdar við notandanafn þitt, ásamt öðrum kostum.
Amasendingavörn.
Ekki
fylla þetta út!
== Framkvæmd verkefnis == === Kynning === '''Upplýsingar til nemenda:''' Verkefnið er að nota Tinkering aðferðina til að búa til einstakan poka sem hvetur aðra til að grípa til sjálfbærra aðgerða. Til dæmis er hægt að nýta pokann til að safna endurvinnanlegu efni, til að hvetja til endurnýtingar eða til að auka meðvitund um mikilvægi þess að draga úr sóun. Boðið er upp á fjölbreyttan efnivið þannig að nemendur geti skapað og búið til poka út frá eigin hugmyndum. Skiptu nemendum niður í fjögurra til fimm manna hópa og bjóddu þeim að kanna þann efnivið sem er í boði. Nemendur eru beðnir um að ræða og hugleiða hvaða sjálfbæru aðgerðir þeir geta stutt við með pokanum sínum og hugmyndaríkar leiðir til að hvetja aðra til að taka þátt í sjálfbærum aðgerðum. Gott er að sýna nemendum mismunandi leiðir til að festa efni saman (líma, sauma, hnýta, vefa) og hvetja þá til að vera skapandi við hönnunina. Hvernig ætla þeir að útfæra pokann sinn t.d. með því að nota efnisbúta, sauma í þá skrautefni, flétta saman gamla plastpoka eða sauma þá saman? Leggðu áherslu á að það er engin rétt eða röng aðferð við að framkvæma verkefnið. '''Lýsing á verkefninu:''' Verkefnið er að Tinkera poka sem hvetur til sjálfbærra aðgerða. Gera má ráð fyrir að það taki um það bil 120 mínútur. Í lokin geta nemendur tekið pokana með sér heim og nýtt þá til dæmis til flokkunar á endurvinnanlegum úrgangi. Einnig er mögulegt að nýta pokana áfram í skólanum og getur bekkurinn til dæmis farið saman í gönguferð og safnað í þá rusli úr nágrenninu. === Framkvæmd === * Gefið gaum að öryggi, nemendur eru að vinna með skæri og nálar sem hægt er að skera sig á og límbyssur sem verða heitar. * Látið nemendur vita hvað tímanum líður og segið þeim reglulega hversu mikill tími er eftir. * Fylgist með hópunum og verið meðvituð um framgang verkefnisins. Takið eftir hvort einhverjir eru að upplifa gremju eða komast ekki áfram í verkefnavinnunni. * Settu fram athugasemdir og spurningar til að fá nemendur til að hugsa um mögulegar lausnir eða hjálpa þeim að koma á framfæri markmiðum sínum eða vandamálum: ** '''''Settu fram spurningar í stað þess að svara:''''' ''Hvaða skilaboðum viltu koma á framfæri með pokanum þínum? Hvað getur þú notað hann fyrir? Getur þú endurnýtt pokann við aðrar aðstæður? Ef já hvernig?'' ** '''''Búðu til styðjandi og hvetjandi umhverfi:''''' ''Mér líkar vel hvernig þú notar efniviðinn sem þú valdir'''.''''' ** '''''Reyndu að aðstoða þátttakendur sem upplifa gremju á jákvæðan og uppbyggilegan máta:''''' ''Af hverju heldurðu að þetta virki ekki fyrir þig?'' ** '''''Reyndu að hvetja þátttakendur til að nýta eigin áhugahvöt''': Ekki hafa áhyggjur þó þú haldir að þetta virki ekki, reyndu samt, sjáðu hvað gerist.'' ** '''''Gott er að hvetja til samvinnu''': Kannski getur þú spurt næsta hóp hvernig þetta virkaði hjá þeim.'' * Ef nemendur verða fastir og vita ekki næstu skref er gott er að hvetja þá til að skoða hvað aðrir eru að gera eða skoða betur hvaða efniviður er í boði. * Skrifið niður það sem vekur athygli ykkar, úrlausnir eða yfirlýsingar frá nemendum til að nota í umræðum þegar verkefninu er lokið (t.d. ef þið sáuð dæmi um mjög góða samvinnu eða dæmi um hvernig nemendur tókust á við gremju). * Góð ráð fyrir leiðbeinanda: ** Sjá dæmi um '''''„Poka fyrir jörðina“'' í''' viðauka. ** Gott er að nota þvottaklemmur, hefti, bréfaklemmur, nál og tvinna til að festa hluti saman. ** Að bjóða upp á liti eða annað skreytingarefni (glimmer, límmiða) getur aukið þátttöku nemenda og virkni. ** Með því að hafa lykilorð sem tengjast sjálfbærni má undirstrika skilaboðin sem pokinn kemur á framfæri. ** Það getur verið hjálplegt í sköpunarferlinu að hugsa um tilgang pokans og í hvað eigi að nota hann. * Tiltekt, sjáið til þess að efniviði, sem hægt er að nota aftur, sé safnað saman en ekki hent. Pappír er safnað í pappírstunnu til endurvinnslu. === Lok verkefnis === Þegar pokarnir eru tilbúnir þá kynna hóparnir verkefnin sín, tilgreina hvaða aðgerðir til sjálfbærni þeir vilja hvetja til og hvernig pokarnir þeirra geta átt þátt í því. Veltið einnig fyrir ykkur lærdómsferlinu: Hvað gekk vel? Hvað myndirðu vilja gera öðruvísi næst og hvernig? Gefðu nemendum svigrúm til að hafa áhrif hvert á annað með áhuga sínum á aðgerðum til sjálfbærni og taktu endilega myndir af því sem þau skapa! Að lokum fara nemendur með pokana sína heim. Þau geta verið stolt af því að safna í hann endurvinnanlegum úrgangi eða aukið með honum vitund um mikilvægi sjálfbærra aðgerða.
Breytingarágrip:
Athugaðu að aðrir notendur geta breytt eða fjarlægt öll framlög til Kennarakvikan. Ef þú vilt ekki að textanum verði breytt skaltu ekki senda hann inn hér.
Þú lofar okkur einnig að þú hafir skrifað þetta sjálfur, að efnið sé í almannaeigu eða að það heyri undir frjálst leyfi. (sjá
Kennarakvika:Höfundaréttur
).
EKKI SENDA INN HÖFUNDARRÉTTARVARIÐ EFNI ÁN LEYFIS RÉTTHAFA!
Hætta við
Breytingarhjálp
(opnast í nýjum glugga)