Kennarakvikan
Kennarakvikan
Leit
Skrá inn
↓
Persónuleg verkfæri
Ekki skráð/ur inn
Spjall
Framlög
Stofna aðgang
Skrá inn
Leiðsagnarval
Flakk
Nýlegar breytingar
Vaktlistinn minn
Handahófsvalin síða
Allar síður
Skrár
Allar skrár
Hlaða inn skrá
Notendur
Nýir notendur
Notandahandbók
Samþykktir
Breyti
Tink@School/Regnsafnari
(hluta)
Úr Kennarakvikan
Viðvörun:
Þú ert ekki innskráð(ur). Vistfang þitt verður sýnt opinberlega ef þú gerir einhverjar breytingar. Ef þú
skráir þig inn
eða
stofnar aðgang
munu breytingarnar þínar vera tengdar við notandanafn þitt, ásamt öðrum kostum.
Amasendingavörn.
Ekki
fylla þetta út!
== Framkvæmd verkefnis == === Kynning (30 mínútur) === * Verkefnið hefst með umræðum um hversu dýrmætt vatn sé í heiminum, sérstaklega á þeim svæðum þar sem það er af skornum skammti. Nemendur eru hvattir til að deila því hvernig og hvenær þeir nota vatn í daglegu lífi og ræða hvort þeir verði varir við vatnsnotkun í kringum sig, t.d. í verksmiðjum eða í landbúnaði. * Taktu þátt í samtali við nemendur um hvernig hægt væri að safna saman og nýta regnvatn. Sýnið þeim mögulega myndir eða stutt myndbönd af slíkum regnsöfnurum sem innblástur. * Kennarinn kynnir verkefnið, fer yfir efniviðinn og hvar hann er að finna. Hann fer yfir þær einföldu og skýru reglur sem gilda og leggur áherslu á öryggi þegar unnið er með verkfæri. * '''Lýsing á verkefninu:''' Í verkefninu munu nemendur búa til eitthvað sem getur safnað regnvatni. Hægt er að útfæra mismunandi lýsingu á verkefninu eftir því hvert markmiðið er: ** Búðu til regnsafnara sem dreifir vatninu jafnt ** Búðu til regnsafnara sem getur dreift vatni í nokkra fjarlægð ** Búðu til regnsafnara þar sem þú getur haft stjórn á því vatnsmagni sem er safnað og losað * Nemendur eru hvattir vil að vinna saman í hópum. Kennarinn setur fram einfaldar og skýrar reglur þar sem lögð er áhersla á öryggi og teymisvinnu. === Framkvæmd verkefnis (120 mínútur) === * Gefðu öryggismálum gaum, nemendur eru að vinna með límbyssur sem verða heitar og handbor sem getur verið hættulegur. * Láttu nemendur vita hvað tímanum líður, gefðu til kynna á um það bil 10 mínútna fresti hversu mikill tími er eftir. * Gakktu á milli hópa og skráðu niður það sem þú heyrir nemendur segja og annað sem vekur athygli þína í verkefnavinnunni. * Ef nemendur eiga í vandræðum með hugmyndir sínar skaltu biðja þá um að segja þér frá vandamálum sínum og markmiðum. Gott er að spyrja spurninga sem geta beint nemendum á rétta braut. * Ef nemendur eru í klemmu og vita ekki hvað skal gera er gott að hvetja þá til að ganga um stofuna og sjá hvernig gengur hjá hinum hópunum. * Góð ráð fyrir leiðbeinanda verkefnisins: ** Gott er að nemendur prófi virkni regnsafnarans á útisvæði til að koma í veg fyrir bleytu á gólfi kennslustofunnar. ** Sýndu nemendum dæmi um fjölbreytta regnsafnara til að hvetja þá til sköpunar. ** Gott er að nota vökvunarkönnur til að líkja eftir rigningu. === Lok verkefnis (30 mínútur) === Í lok verkefnis býður kennarinn hverjum hópi að kynna verk sín. Kennarinn getur spurt út í þá erfiðleika sem nemendur lentu í, hvernig þeir leystu vandamálin og hvaða framfarir þeir sáu. Hann getur auk þess spurt út í samstarfið á milli nemenda, hvaðan þeir sóttu sér innblástur, hvort þeir hafi þurft að breyta upphaflegum hugmyndum sínum og þá hvernig. Athugið hversu margir regnsafnarar tengjast umhverfinu og hvernig úrgangshlutir voru nýttir við gerð þeirra. Ljúkið verkefninu með umræðum um upplifun nemenda af Tinkering verkefninu, hvað var erfitt, hvað var ánægjulegt og hvort þeir hafi fengið óvæntar hugmyndir. Regnsafnarana er svo hægt að setja upp í umhverfi skólans, í matjurtagarði, í gluggakistu eða hvar sem er. Nemendur geta einnig farið með regnsafnarana sína heim og til dæmis komið þeim fyrir á svölum eða út í garði. ''Verkefnið er einnig hægt að nota til að fjalla um tengsl á milli jafnvægis og stærðar, afkastagetu og massa.''
Breytingarágrip:
Athugaðu að aðrir notendur geta breytt eða fjarlægt öll framlög til Kennarakvikan. Ef þú vilt ekki að textanum verði breytt skaltu ekki senda hann inn hér.
Þú lofar okkur einnig að þú hafir skrifað þetta sjálfur, að efnið sé í almannaeigu eða að það heyri undir frjálst leyfi. (sjá
Kennarakvika:Höfundaréttur
).
EKKI SENDA INN HÖFUNDARRÉTTARVARIÐ EFNI ÁN LEYFIS RÉTTHAFA!
Hætta við
Breytingarhjálp
(opnast í nýjum glugga)