„Heillandi verkefni í náttúruvísindum/Hljóð flutt með ljósi“: Munur á milli breytinga

Úr Kennarakvikan
(Ný síða: Þetta verkefni snýst um það að flytja hljóð með ljósi.)
 
m (→‎Framkvæmd: Orðalag)
 
(8 millibreytingar ekki sýndar frá sama notandanum)
Lína 1: Lína 1:
[[Mynd:20240506 152407.jpg|right|400px]]
== Markmið ==
Þetta verkefni snýst um það að flytja hljóð með ljósi.
Þetta verkefni snýst um það að flytja hljóð með ljósi.
== Áhöld og efni ==
* Hljóðgjafi með mini-jack tengi (t.d. sími eða tölva)
* Hátalari (tölvuhátalarar virka vel)
* Snúra með [https://en.wikipedia.org/wiki/Phone_connector_(audio) hljóðtengi] sem passar í hljóðgjafann og hátalarann
* 3 V rafhlaða (t.d. CR2023) og hulstur fyrir hana með tengjum til að lóða við
* 2x ljóstvistar (led-perur)
== Framkvæmd ==
<div class="skref-listi">
{{skref|Snúran með hljóðtengjunum er klippt í tvennt og vírarnir afeingangraðir.}}
{{skref|Ljóstvistur er lóðaður við annan snúruspottann, þannig að önnur löppin tengist við jörðina (yfirleitt með svarta einangrun, eða án einangrunar við hlið hinna tveggja víranna) og hin við hægri og vinstri rásina (yfirleitt með hvíta og rauða einangrun). Það skiptir ekki máli hvernig ljóstvisturinn snýr.}}
{{skref|Við hinn enda snúruspottans eru lóðuð annars vegar rafhlöðuhulstrið og hins vegar hinn ljóstvisturinn, raðtengt. Hér skiptir heldur ekki máli hvernig leiðararnir eru tengdir en pólar rafhlöðunnar þurfa að passa við póla ljóstvistsins. Þegar rafhlaðan er tengd á að kvikna á perunni.}}
{{skref|Hljóðtengin eru tengd við hljóðgjafa og hátalara og perurnar látnar snúa að hvort öðru. Þá á hátalarinn að spila hljóðið.}}
</div>
<br style="clear: both">
== Ítarefni ==
{{#ev:youtube|jYCnz0zZojc|400|right}}
=== Hvað er að gerast? ===
Þegar ''rafstraumur'' flæðir um ''tvist'' (eða díóðu, e. diode) gefur hann frá sér ljós. Ekki allir ''tvistar'' gefa frá sér sýnilegt ljós en með því að velja rétt efni í ''tvistinn'' má tryggja að ''ljósendirnar'' séu á sýnilega ''litrófinu'' og kallast ''tvistarnir'' þá ''ljóstvistar''.
Rétt eins og með mörg eðlis- og efnafræðileg ferli má snúa þessu við: Með því að varpa ljósi á ''ljóstvist'' myndast ''spenna'' við sitt hvorn ''pól'' ''ljóstvistsins''. Þetta nýtum við okkur til að senda hljóðið á milli ''hljóðgjafa'' og ''hátalara'' með ljósi.
Þegar ''hljóðgjafinn'' er tengdur milli rafhlöðu og ''ljóstvistsins'' leggst ''rafspennan'' frá hljóðmerkinu við ''spennu'' rafhlöðunnar og þar með sveiflast ljósstyrkurinn í takt við hljóðið. Það er ekki greinanlegt með berum augum því til þess er sveiflan of lítil og hröð.
Með því að vísa þessu breytilega ljósmerki að öðrum ''ljóstvisti'' sem tengdur er við ''hátalara'' myndar hann ''spennumerki'' í takti við ljósmerkið (og þar með hljóðið) sem ''hátalarinn'' grípur og magnar upp. Þannig höfum við breytt hljóði í rafmerki, yfir í ljósmerki, yfir í rafmerki, og loks aftur yfir í hljóð!
=== Hljóðtengið ===
Hljóðtengið (oft kallað mini-jack) kemur í nokkrum gerðum eftir því hvort það er með . Gott er að vera með mono- eða sterio-tengi, ekki tengi með leiðara fyrir hljóðnema
[[Flokkur:Verkefni fyrir miðstig]]
[[Flokkur:Verkefni fyrir unglingastig]]
[[Flokkur:Verkefni í eðlisfræði]]

Núverandi breyting frá og með 3. júlí 2024 kl. 09:32

Markmið[breyta | breyta frumkóða]

Þetta verkefni snýst um það að flytja hljóð með ljósi.

Áhöld og efni[breyta | breyta frumkóða]

  • Hljóðgjafi með mini-jack tengi (t.d. sími eða tölva)
  • Hátalari (tölvuhátalarar virka vel)
  • Snúra með hljóðtengi sem passar í hljóðgjafann og hátalarann
  • 3 V rafhlaða (t.d. CR2023) og hulstur fyrir hana með tengjum til að lóða við
  • 2x ljóstvistar (led-perur)

Framkvæmd[breyta | breyta frumkóða]

Snúran með hljóðtengjunum er klippt í tvennt og vírarnir afeingangraðir.
Ljóstvistur er lóðaður við annan snúruspottann, þannig að önnur löppin tengist við jörðina (yfirleitt með svarta einangrun, eða án einangrunar við hlið hinna tveggja víranna) og hin við hægri og vinstri rásina (yfirleitt með hvíta og rauða einangrun). Það skiptir ekki máli hvernig ljóstvisturinn snýr.
Við hinn enda snúruspottans eru lóðuð annars vegar rafhlöðuhulstrið og hins vegar hinn ljóstvisturinn, raðtengt. Hér skiptir heldur ekki máli hvernig leiðararnir eru tengdir en pólar rafhlöðunnar þurfa að passa við póla ljóstvistsins. Þegar rafhlaðan er tengd á að kvikna á perunni.
Hljóðtengin eru tengd við hljóðgjafa og hátalara og perurnar látnar snúa að hvort öðru. Þá á hátalarinn að spila hljóðið.


Ítarefni[breyta | breyta frumkóða]

Hvað er að gerast?[breyta | breyta frumkóða]

Þegar rafstraumur flæðir um tvist (eða díóðu, e. diode) gefur hann frá sér ljós. Ekki allir tvistar gefa frá sér sýnilegt ljós en með því að velja rétt efni í tvistinn má tryggja að ljósendirnar séu á sýnilega litrófinu og kallast tvistarnir þá ljóstvistar.

Rétt eins og með mörg eðlis- og efnafræðileg ferli má snúa þessu við: Með því að varpa ljósi á ljóstvist myndast spenna við sitt hvorn pól ljóstvistsins. Þetta nýtum við okkur til að senda hljóðið á milli hljóðgjafa og hátalara með ljósi.

Þegar hljóðgjafinn er tengdur milli rafhlöðu og ljóstvistsins leggst rafspennan frá hljóðmerkinu við spennu rafhlöðunnar og þar með sveiflast ljósstyrkurinn í takt við hljóðið. Það er ekki greinanlegt með berum augum því til þess er sveiflan of lítil og hröð.

Með því að vísa þessu breytilega ljósmerki að öðrum ljóstvisti sem tengdur er við hátalara myndar hann spennumerki í takti við ljósmerkið (og þar með hljóðið) sem hátalarinn grípur og magnar upp. Þannig höfum við breytt hljóði í rafmerki, yfir í ljósmerki, yfir í rafmerki, og loks aftur yfir í hljóð!

Hljóðtengið[breyta | breyta frumkóða]

Hljóðtengið (oft kallað mini-jack) kemur í nokkrum gerðum eftir því hvort það er með . Gott er að vera með mono- eða sterio-tengi, ekki tengi með leiðara fyrir hljóðnema