„Verkefnabankar og kennarasíður“: Munur á milli breytinga

Úr Kennarakvikan

Ekkert breytingarágrip
Lína 77: Lína 77:
: Alls kyns bjargir fyrir kennara. Hægt að skrá sig inn og vista uppáhalds bjargirnar sínar.
: Alls kyns bjargir fyrir kennara. Hægt að skrá sig inn og vista uppáhalds bjargirnar sínar.


== Samfélagsgreinar ==
; [http://www.sild.is/safnkennsla/saga-ur-sildarfirdi/ Saga úr síldarfirði] - Síldarminjasafn Íslands
: Saga úr síldarfirði er tilraun til að segja 12 ára börnum síldarsögu Íslendinga. Sagan er færð í búning reynslusögu 12 ára drengs og fjölskyldu hans og byggist hún í stórum dráttum á sögu raunverulegrar fjölskyldu sem fluttist frá Akureyri vegna örbirgðar. Sögunni fylgir fræðsluefni og ferðakoffort sem er hægt að panta, annars vegar fyrir yngir og hins vegar eldri stig grunnskóla.
== Framhaldsskólaefni ==
== Framhaldsskólaefni ==



Útgáfa síðunnar 25. október 2024 kl. 22:57

Samþætting námsgreina

Málið - Björn Kristjánsson
Málið er þróunarverkefni í 9. bekk í Laugalækjarskóla þar sem viðfangsefnum íslensku, samfélagsgreina og upplýsingatækni er fléttað saman í gegnum þematengda verkefnavinnu í 2-6 vikna námslotum.
Sprettur í Vatnsendaskóla
Samþætting námsgreina á unglingastigi (íslenska-náttúrufræði-samfélagsfræði-UT).
Verkefnakista skóla á grænni grein - Landvernd
Mjög stórt og fjölbreytt safn sem leita má í eftir skólastigum, þemum, heimsmarkmiðum og skrefum Grænfánaverkefnisins.
Námsefni Grænfánaverkefnisins - Landvernd
Námsefni sem hefur verið gefið út í samstarfi við Menntamálastofnun og samið af sérfræðingum í menntateymi Landverndar.

Útimenntun

Útikennsla og útinám í skólastarfi - Auður Pálsdóttir
Á vefnum eru nokkur útikennsluverkefni og hlekkir á gagnlegar bjargir.

Íslenska

Kennsluvefur Laxdælu - Dagný Rósa Úlfarsdóttir
Verkefni tengd Laxdælusögu fyrir nemendur, ásamt kennsluáætlun, námsmatsáætlun og ítarefni fyrir kennara.

Erlend tungumál

Enska - Gauti Eiríksson og Anna Lena Halldórsdóttir
Síður unnar á árunum 2023-25 með efni í ensku fyrir kennslu á unglingastigi.

List- og verkgreinar

Austur-Vestur sköpunarsmiðjur - Guðlaug Elísabet Finnsdóttir og fleiri
Síða sem heldur utan um samstarfsverkefni Ingunnarskóla, Selásskóla og Vesturbæjarskóla um þróun sköpunarsmiðja.
Snillismiðjur - Vexa hópurinn
Síða með margvíslegum björgum tengdum sköpunarsmiðjum.
Snillismiðja - Lísbet Guðný Þórarinsdóttir
Námsefnapakki til að efla 21.aldar færni nemenda með virkjun hugsmíði, hönnunarhugsunar og þjálfun í að raungera hugmyndir sínar með hjálp tölvustuddrar hönnunar og þrívíddarprentara.
Cricut í textílmennt - Elísabet Katrín Benónýsdóttir og Ester Jónsdóttir
Yfirlit yfir Cricut skerann og helstu fylgihluti, kennsluleiðbeiningar, sýnishorn af verkefnum og allt það sem þarf til að koma sér inn í notkun Cricut í kennslu.
Snjallræði - Hönnunarstund í Helgafellsskóla - Málfríður Bjarnadóttir
Safn áskorana sem lagðar eru fyrir í Snjallræði, hönnunarstund í Helgafellsskóla þar sem allir nemendur skólans glíma við sömu áskorun á sama tíma, allt frá leikskólastigi upp á unglingastig.
Stafræn nálgun á textíl - Alexía Rós Gylfadóttir
Kennsluleiðbeiningar og ýmsar upplýsingar sem tengjast skapandi vinnu með stafræna tækni í textíl. Sér í lagi tengt raftextíl, Cricut maker, þrívíddarprentun, laser skurði og stafrænum útsaum.
Smíðastofan - Haukur Hilmarsson & Ingvi Hrafn Laxdal
Hér finnur þú flest það sem við þurfum að kunna skil á í hönnun og smíði. Verkefnum og fræðslu er raðað eftir árgöngum. Einnig má finna samantekt á öllum verkfærum og smíðaefnum sem við notum í grunnskóla.
Textíll í mynd - Judith Amalía Jóhannsdóttir
Röð myndbanda með leiðbeiningum fyrir prjón, vefnað, og þrykk
Gera sjálfur - Ásta Vilhjálmsdóttir
Kennsluvefur um hvernig textílmennt getur verið hluti af nauðsynlegri sjálfbærnimenntun. Á vefnum er að finna verkefni og fræðsluefni sem nýtist kennurum til að leggja sitt af mörkum til að skapa samábyrgt sjálfbært samfélag þar sem allar ákvarðanir og gjörðir taka mið af umhverfi, efnahag og félagslegri sanngirni.

Náttúrugreinar

Náttúrfræðikennsla - Hildur Arna Håkansson
Hér er að finna allskonar kennsluhugmyndir, verkefni og slóðir sem tengjast náttúrufræði.
Náttúrugreinar - Gauti Eiríkssona og Anna Lena Halldórsdóttir
Síður unnar á árunum 2023-25 með efni í náttúrugreinum fyrir kennslu á unglingastigi.
Verkefnakista Skóla á grænni grein - Landvernd
Verkefni tengd umhverfismennt úr kistu Landverndar.

Rásir kennara

TikTok
@gautieirikssonkennari - Gauti Eiríksson
@geimpaeja - Valgerður Johnsen
YouTube
Gauti Eiríksson

Erlendir verkefnabankar

Science Buddies á vef Scientific American
Ýmis skemmtileg en einföld verkefni sem henta sérstaklega vel fyrir miðstig, en eru þó áhugahvetjandi fyrir unglingastigsnemendur sem ekki hafa kynnst þeim áður.
ScienceBuddies
Alls kyns bjargir fyrir kennara. Hægt að skrá sig inn og vista uppáhalds bjargirnar sínar.

Samfélagsgreinar

Saga úr síldarfirði - Síldarminjasafn Íslands
Saga úr síldarfirði er tilraun til að segja 12 ára börnum síldarsögu Íslendinga. Sagan er færð í búning reynslusögu 12 ára drengs og fjölskyldu hans og byggist hún í stórum dráttum á sögu raunverulegrar fjölskyldu sem fluttist frá Akureyri vegna örbirgðar. Sögunni fylgir fræðsluefni og ferðakoffort sem er hægt að panta, annars vegar fyrir yngir og hins vegar eldri stig grunnskóla.

Framhaldsskólaefni

SamSTEM.github.io
Opið rafrænt efni í boði SamSTEM hópsins.