„Hæfniviðmið fyrir íslensku“: Munur á milli breytinga
Úr Kennarakvikan
(Uppfærðar undirsíður í sniðmáti) |
m (Martin færði Verkefni fyrir hæfniviðmið íslensku á Hæfniviðmið fyrir íslensku: Ekki bara fyrir verkefni.) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 22. mars 2025 kl. 00:25
Hér má finna yfirlit yfir hæfniviðmið íslenskukafla Aðalnámsskrár grunnskóla ásamt hlekkjum á undirsíður þar sem koma má fyrir ítarfefni fyrir hvert hæfniviðmið. Markmiðið er ekki að hægt sé að fara í hæfniviðmið og „tikka í boxin“ heldur frekar að gefa dæmi um hvers kyns verkefni megi nýta til að ná þess lags hæfniviðmiði. Slíkt styður við heildstæðari skoðun á efni og þeim kröfum sem kennarar gera til nemenda. Eins er vert að benda á ágæta áminningu úr tillögunni:
„Þegar sjónum er beint sérstaklega að einu hæfniviðmiði þarf að hafa í huga að nám er samfellt ferli og skapandi athöfn, fremur en söfnun afmarkaðrar þekkingar og þjálfun í tiltekinni leikni.“
Talað mál, hlustun og áhorf[breyta | breyta frumkóða]
Yfirheiti | Við lok 4. bekkjar getur nemandi | Við lok 7. bekkjar getur nemandi | Við lok 10. bekkjar getur nemandi |
---|---|---|---|
Framsögn | beitt skýrum og áheyrilegum framburði [Framsögn (4)] | flutt mál sitt skýrt og áheyrilega og gert sér grein fyrir undirstöðuatriðum góðrar framsagnar [Framsögn (7)] | flutt mál sitt skýrt og áheyrilega með viðeigandi talhraða, tónfalli, áherslum og fasi [Framsögn (10)] |
Tjáning | sagt frá atburði eða fyrirbæri, tjáð sig frammi fyrir hópi og staðið fyrir máli sínu [Tjáning (4)] | gert grein fyrir þekkingu sinni og reynslu og tjáð hugmyndir sínar og skoðanir frammi fyrir hópi [Tjáning (7)] | miðlað þekkingu sinni og reynslu, tjáð hugmyndir sínar og skoðanir og fært rök fyrir þeim með fjölbreyttum leiðum [Tjáning (10)] |
Hlustun og áhorf | hlustað og horft af athygli á valið efni og greint frá upplifun sinni [Hlustun og áhorf (4)] | hlustað og horft af athygli á fjölbreytt efni, beitt þekkingu sinni og reynslu til að skilja það og greint frá aðalatriðum [Hlustun og áhorf (7)] | horft á, hlustað og tekið eftir upplýsingum í fjölbreyttu efni og greint og miðlað innihaldi þess á gagnrýninn hátt [Hlustun og áhorf (10)] |
Áhorf | horft og hlustað af athygli á fjölbreytt efni og greint frá upplifun sinni [Áhorf (4)] | horft af athygli á myndefni, beitt þekkingu sinni og reynslu til að skilja það sem sýnt er og greint frá aðalatriðum [Áhorf (7)] | horft og tekið eftir upplýsingum í myndefni og greint og miðlað innihaldi þess á gagnrýninn hátt [Áhorf (10)] |
Nýting miðla | nýtt sér og endursagt efni á stafrænu formi [Nýting miðla (4)] | nýtt sér myndefni og stafrænt efni á gagnrýninn hátt og greint frá aðalatriðum þess [Nýting miðla (7)] | nýtt sér fjölbreytta hljóð- og myndmiðla til upplýsingar og afþreyingar og tekið afstöðu til þess sem þar er birt [Nýting miðla (10)] |
Lestur og lesskilningur[breyta | breyta frumkóða]
Yfirheiti | Við lok 4. bekkjar getur nemandi | Við lok 7. bekkjar getur nemandi | Við lok 10. bekkjar getur nemandi |
---|---|---|---|
Lesfimi | beitt aðferðum við umskráningu hljóða og stafa svo lestur flæði vel og merking texta komist til skila [Lesfimi (4)] | lesið texta við hæfi á nákvæman og sjálfvirkan hátt og með tjáningu sem sýnir skilning á tilgangi og merkingu texta [Lesfimi (7)] | lesið fjölbreytta texta af öryggi, í góðu flæði og í viðeigandi hendingum og með tjáningu í samræmi við aðstæður hverju sinni [Lesfimi (10)] |
Lestraraðferðir | þekkt og beitt einföldum aðferðum við lestur og tilgreint dæmi um ólíkan tilgang lestrar [Lestraraðferðir (4)] | beitt lestraraðferðum sem hæfa tilgangi og viðfangsefni hverju sinni [Lestraraðferðir (7)] | valið og beitt fjölbreyttum lestraraðferðum sem hæfa tilgangi og viðfangsefni hverju sinni [Lestraraðferðir (10)] |
Orðaforði | beitt góðum orðaforða við að skilja texta og notað einfaldar aðferðir til að ráða í merkingu ókunnra orða [Orðaforði (4)] | beitt fjölbreyttum orðaforða og fyrri þekkingu til að mynda samhengi og skilning í lestri og notað aðferðir til að ráða í merkingu ókunnra orða og orðasambanda [Orðaforði (7)] | beitt ríkulegum orðaforða, fyrri þekkingu og reynslu til að mynda samhengi og skilning í lestri og notað fjölbreyttar aðferðir til að efla orðaforða sinn [Orðaforði (10)] |
Lesskilningur | skilið augljós efnisatriði valinna texta, greint og lagt mat á inntak þeirra og dregið einfaldar ályktanir [Lesskilningur (4)] | skilið, fjallað um og dregið saman efni ólíkra texta, dregið ályktanir af efninu, greint og lagt mat á merkingu þeirra og tilgang á gagnrýninn hátt [Lesskilningur (7)] | skilið og fjallað um fjölbreytta texta, greint þá og borið saman á margvíslegan hátt og lagt rökstutt og gagnrýnið mat á inntak þeirra og eiginleika [Lesskilningur (10)] |
Lestrarmenning | valið og lesið sér til ánægju fjölbreytt lesefni sem hæfir aldri [Lestrarmenning (4)] | valið og lesið sér til gagns og ánægju fjölbreytta texta og miðlað áhuga sínum og skoðunum til annarra [Lestrarmenning (7)] | valið og lesið sér til gagns og ánægju fjölbreytta texta, unnið með efni þeirra á fjölbreyttan hátt og miðlað til annarra [Lestrarmenning (10)] |
Bókmenntir[breyta | breyta frumkóða]
Yfirheiti | Við lok 4. bekkjar getur nemandi | Við lok 7. bekkjar getur nemandi | Við lok 10. bekkjar getur nemandi |
---|---|---|---|
Lestur og túlkun bókmennta | unnið með ævintýri, sögur og ljóð ætluð börnum [Lestur og túlkun bókmennta (4)] | lesið ýmsar bókmenntir og unnið með efni þeirra á fjölbreyttan hátt [Lestur og túlkun bókmennta (7)] | lesið, túlkað, metið og fjallað um fjölbreyttar íslenskar og erlendar bókmenntir [Lestur og túlkun bókmennta (10)] |
Bókmenntagreining | beitt einföldum bókmenntahugtökum í umfjöllun um bókmenntir [Bókmenntagreining (4)] | beitt nokkrum grunnhugtökum í bókmenntafræði við umfjöllun um fjölbreyttar bókmenntir [Bókmenntagreining (7)] | beitt algengum hugtökum í bókmenntafræði við greiningu og umfjöllun um fjölbreyttar bókmenntir frá ýmsum tímum [Bókmenntagreining (10)] |
Bókmenntaarfurinn | lesið einfalda texta frá fyrri tímum og sett sig í spor persóna og lesenda í fortíðinni [Bókmenntaarfurinn (4)] | lesið einfalda texta frá fyrri tímum og áttað sig á því að þeir mótist af sögulegu samhengi [Bókmenntaarfurinn (7)] | lesið og skilið texta frá fyrri tímum, áttað sig á því að þeir mótist af sögulegu samhengi og borið saman við eigin samtíð [Bókmenntaarfurinn (10)] |
Ljóð | áttað sig á grunn-einkennum ljóða og unnið með innihald þeirra [Ljóð (4)] | notað einföld bókmenntahugtök í umræðu og vinnu með innihald og einkenni ljóða frá ólíkum tímum [Ljóð (7)] | notað algeng bókmenntahugtök í umfjöllun um bundið mál og óbundið og lesið og túlkað fjölbreytt ljóð frá ýmsum tímum [Ljóð (10)] |
Ritun[breyta | breyta frumkóða]
Yfirheiti | Við lok 4. bekkjar getur nemandi | Við lok 7. bekkjar getur nemandi | Við lok 10. bekkjar getur nemandi |
---|---|---|---|
Skrift og frágangur | dregið rétt til stafs, skrifað skýrt og læsilega og á lyklaborð [Skrift og frágangur (4)] | miðlað texta í gegnum sjálfvirka og læsilega skrift og fyrirhafnarlítinn innslátt á lyklaborð og gengið frá texta samkvæmt fyrirmælum [Skrift og frágangur (7)] | haft vald á ólíkum leiðum til að miðla rituðu máli og getur valið þá leið sem hentar tilgangi og lesendum [Skrift og frágangur (10)] |
Uppbygging texta | búið til setningar og málsgreinar og notað til þess algengar samtengingar [Uppbygging texta (4)] | skrifað texta þar sem málsgreinar eru fjölbreyttar og texta er skipt upp í efnisgreinar [Uppbygging texta (7)] | skrifað texta þar sem efnisatriðum er skipað í röklegt samhengi, góður þráður er á milli efnisgreina og kaflaskipting er skýr [Uppbygging texta (10)] |
Textategundir og málnotkun | skrifað ólíkar textategundir og skilur að hverjum texta er ætlað ákveðið hlutverk [Textategundir og málnotkun (4)] | skipulagt og orðað texta á þann hátt sem hæfir tilefni, viðtakendum og birtingarformi [Textategundir og málnotkun (7)] | beitt ríkulegu tungutaki, fjölbreyttum orðaforða og málsniði í texta eftir því hver tilgangur skrifanna er, fyrir hvaða viðtakendur er skrifað og hvaða birtingarform er valið [Textategundir og málnotkun (10)] |
Tjáning í texta | sett fram eigin hugmynd í texta, metið og lagfært með eða án hjálpargagna [Tjáning í texta (4)] | tjáð hugmyndir sínar, reynslu og sköpun í texta, metið, mótað og endurskrifað með hliðsjón af hjálpargögnum [Tjáning í texta (7)] | samið fjölbreyttan texta til að tjá hugmyndir, skoðanir, reynslu og sköpunarkraft, metið og endurbætt með hliðsjón af gagnrýni og hjálpargögnum [Tjáning í texta (10)] |
Stafsetning og greinarmerkjasetning | beitt einföldum stafsetningarreglum og einföldum reglum við greinarmerkjasetningu [Stafsetning og greinarmerkjasetning (4)] | beitt algengum atriðum stafsetningar og greinarmerkjasetningar og notað tiltæk hjálpargögn við hæfi [Stafsetning og greinarmerkjasetning (7)] | beitt helstu atriðum stafsetningar og greinarmerkjasetningar og notað til þess reglur um réttritun og önnur hjálpartæki [Stafsetning og greinarmerkjasetning (10)] |
Mál og málnotkun[breyta | breyta frumkóða]
Yfirheiti | Við lok 4. bekkjar getur nemandi | Við lok 7. bekkjar getur nemandi | Við lok 10. bekkjar getur nemandi |
---|---|---|---|
Einkenni málsins | þekkt og rætt ýmis einkenni málsins [Einkenni málsins (4)] | beitt málfræðiþekkingu sinni í umræðu um ýmis einkenni málsins og málnotkun sína [Einkenni málsins (7)] | beitt málfræðiþekkingu sinni í umræðu um tungumálið, þróun og einkenni þess og nýtt hana í eigin málnotkun [Einkenni málsins (10)] |
Fjölbreytt málnotkun | beitt töluðu máli og rituðu af nokkru öryggi og með orðaforða og málskilningi sem hæfir aldri [Fjölbreytt málnotkun (4)] | notað góðan orðaforða í ræðu og riti og nýtt sér fjölbreytt málsnið við orðmyndun, tal og ritun [Fjölbreytt málnotkun (7)] | áttað sig á fjölbreyttum tilbrigðum í orðaforða og málnotkun og beitt mismunandi málsniði eftir efni og tilefni í ræðu og riti [Fjölbreytt málnotkun (10)] |
Sköpunarkraftur | áttað sig á sköpunarmætti tungumálsins svo sem með því að ríma og fara í orðaleiki [Sköpunarkraftur (4)] | nýtt orðaforða sinn til að skapa ný orð og orðasambönd og notað þau í texta [Sköpunarkraftur (7)] | áttað sig á og beitt sköpunarmætti tungumálsins og nýtt það m.a. við ritun, tal, nýyrðasmíð, í orðaleikjum og skáldskap [Sköpunarkraftur (10)] |
Orðflokkar | áttað sig á mismunandi hlutverki nafnorða, lýsingarorða og sagnorða [Orðflokkar (4)] | áttað sig á hvernig orðaforðinn skiptist í sagnorð, fallorð og óbeygjanleg orð og greint hlutverk og helstu einkenni þeirra [Orðflokkar (7)] | áttað sig á beygingarlegum og merkingarlegum einkennum orðflokka og gert sér grein fyrir hlutverki þeirra í eigin texta og annarra [Orðflokkar (10)] |
Orðtök og málshættir | leikið sér með margræðni tungumálsins svo sem í gegnum orðtök, einfalda málshætti og föst orðasambönd [Orðtök og málshættir (4)] | notað algeng orðtök og málshætti í töluðu máli og rituðu og greint notagildi þeirra í texta [Orðtök og málshættir (7)] | beitt fleygum orðum, algengum orðtökum, málsháttum og föstum orðasamböndum í máli sínu [Orðtök og málshættir (10)] |
Gögn og hjálpartæki | raðað í stafrófsröð og gert sér grein fyrir notagildi þess við leit og skipulag [Gögn og hjálpartæki (4)] | nýtt sér kunnáttu og færni til að fletta upp orðum í orðabókum og öðrum gagnabrunnum um tungumál [Gögn og hjálpartæki (7)] | nýtt fjölbreytt hjálpartæki til að afla sér upplýsinga um tungumálið og styðja við notkun þess [Gögn og hjálpartæki (10)] |