„Hjálp:Flokkar“: Munur á milli breytinga

Úr Kennarakvikan

(Ný síða: Styrkleikur Kennarakvikunnar er að það er auðvelt að búa til síður og móta úr þeim vef með því að hlekkja þær saman. Hins vegar getur verið hentugt að geta útbúið sjálfvirk yfirlit ákveðinna síða. Þar kemur flokkunin inn í. == Hvar finn ég flokkana? == Yfirlit yfir alla flokka er að finna á kerfissíðunni Kerfissíða:Flokkar. Flokka má einnig flokka í yfirflokka. Verkefni má t.a.m. flokka eftir skólastigum og fögum, og er efsti flokkur...)
 
 
Lína 13: Lína 13:


Hins vegar er eins og er ekki hægt að leita í sniðmengi tveggja flokka og flokkunin er ekki meginmarkmið MediaWiki hugbúnaðarins sem Kennarakvikan keyrir á.
Hins vegar er eins og er ekki hægt að leita í sniðmengi tveggja flokka og flokkunin er ekki meginmarkmið MediaWiki hugbúnaðarins sem Kennarakvikan keyrir á.
[[Flokkur:Notandahandbók]]

Núverandi breyting frá og með 26. mars 2025 kl. 23:05

Styrkleikur Kennarakvikunnar er að það er auðvelt að búa til síður og móta úr þeim vef með því að hlekkja þær saman. Hins vegar getur verið hentugt að geta útbúið sjálfvirk yfirlit ákveðinna síða. Þar kemur flokkunin inn í.

Hvar finn ég flokkana?[breyta frumkóða]

Yfirlit yfir alla flokka er að finna á kerfissíðunni Kerfissíða:Flokkar. Flokka má einnig flokka í yfirflokka. Verkefni má t.a.m. flokka eftir skólastigum og fögum, og er efsti flokkurinn Flokkur:Verkefnaflokkar.

Hvernig flokka ég síður og flokka?[breyta frumkóða]

Hvort tveggja má flokka með því að breyta síðunni (eða flokknum) með því að smella á Aðgerðir og Breyta (eða Breyta frumkóða), og svo velja Flokkar í "hamborgaravallistanum" (láréttu strikin þrjú eru stundum kölluð hamborgari). Þar geturðu slegið inn flokkinn sem síðan (eða flokkurinn) á að tilheyra.

Get ég flokkað verkefni undir tveimur systkinaflokkum[breyta frumkóða]

Já, flokkun er bara tilvísun á flokkssíðu. Þú getur flokkað síðu í flokk og undir- og yfirflokk þess flokks. Það er hins vegar ekkert endilega skynsamlegt. Góð þumalputtaregla er að setja sig í spor notanda og spurja sig hvar eðlilegt er að notandinn rekist á efnið.

Ef um ræðir verkefni sem kennarar í bæði eðlisfræði og sköpunarsmiðjum hefðu áhuga á, er hægt að flokka það bæði í Flokkur:Verkefni í eðlisfræði og Flokkur:Verkefni í sköpunarsmiðju.

Hins vegar er eins og er ekki hægt að leita í sniðmengi tveggja flokka og flokkunin er ekki meginmarkmið MediaWiki hugbúnaðarins sem Kennarakvikan keyrir á.