Búnaður fyrir náttúruvísindakennslu/Hitamælar

Úr Kennarakvikan

Útgáfa frá 12. nóvember 2024 kl. 23:42 eftir Martin (spjall | framlög) Útgáfa frá 12. nóvember 2024 kl. 23:42 eftir Martin (spjall | framlög) (Heillandi verkefni í náttúruvísindum/Frystir úr snjó og salti og klassískar kaflar)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)

Lýsing

Til eru ýmsar gerðir hitamæla. Þessir klassísku kvikasilfurshitamælar eru illfáanlegir og eiga ekkert erindi í kennslu. Sambærilegir hitamælar eru með rauðum alkóhólvökva. Aðrir algengir hitamælar eru stafrænir hitamælar og svo innrauðir hitamælar.

Innkaup

Alkóhólhitamælar

Engir birgjar þekktir.

Til eru líka ókvarðaðir hitamælar en þá má nota til að láta nemendur kvarða hitamælinn út frá frostmarki, suðumarki og með því að skipta bilinu þar á milli í gráðutugi.

Stafrænir hitmælar

Innrauðir hitamælar

Þetta eru þessir hitamælar sem mæla hitastig snertilaust með því að mæla varmageislun hlutar.

Notkun í kennslu

Öryggisatriði

Kvikasilfurshitamælar innihalda, merkilegt nokk, kvikasilfur sem er hættulegt. Þar sem hitamælarnir eru brothættir eiga slíkir ekkert erindi í kennslu, enda öruggir alkóhólhitamælar til.

Alkóhólhitamælar eru yfirleitt líka úr gleri og geta brotnað en innihalda engin skaðleg efni. Nemendur þurfa bara að gæta sín að brjóta ekki hitamælana og á glerbrotum ef (þegar) hitamælir brotnar.

Ítarefni