Verkefnabanki í stærðfræðikennslu
Efni af Stærðfræðitorgi[breyta | breyta frumkóða]
Hér er gagnlegt efni af Stærðfræðitorginu. Torgið liggur niðri sem stendur (2025.03.05.) og óvíst hvað verður um það. Búið var að taka ákvörðun um að færa ný verkefni frekar inn á vef Flatarmála en Stærðfræðitorgið átti að standa áfram með gömlum verkefnum.
- Hvað getur þú gert úr stafnum þínum? (Verkefni eftir Borghildi Jósúadóttur kennara í Grundaskóla á Akranesi. Verkefnið samþættir stærðfræði og textílmennt og er unnið út frá kaflanum Hnitakerfi og flutningar úr bókinni Átta-tíu 2. Það er ætlað nemendum í áttunda bekk og tekur allt að 18 kennslustundir.)
- Gerðu fimmu - Verkefni fyrir framhaldsskóla
- Stærðfræði á hreyfingu - Heimastærðfræði fyrir alla fjölskylduna (eyðublöð en engin lýsing)
- Ræningjaspilið - Fyrir leikskóla og yngsta stig grunnskóla
- Þrír í röð - Fyrir yngsta og miðstig grunnskóla
- Bingó fyrir miðstig (finna betra nafn) - Miðstig
- Frumtöluspil - Miðstig
- Líkindi eru yndi - Unglingsstig
- Fjórir í röð - Unglingastig
- Bingó fyrir framhaldsskóla (betra nafn?)
- Rúmfræði og listir - Margrét S. Björnsdóttir
Hugvekjur[breyta | breyta frumkóða]
Fimmtudaginn 6. júní 2013 hélt Barbara Jaworski prófessor í stærðfræðimenntun við Háskólann í Loughborough í Bretlandi opinn fyrirlestur um stærðfræðinám og -kennslu á vegum Flatar, samtaka stærðfræðikennara og Rannsóknarstofu um stærðfræðimenntun við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Stærðfræði hefur reynst mörgum nemendum erfið og oft verið talið að það sé einungis á færi sumra að verða góðir í stærðfræði. Í erindinu fjallar Barbara um rétt allra til að skilja stærðfræði og geta notað hana til þess leysa viðfangsefni sem mæta þeim í lífi og starfi. Hún beinir sjónum sérstaklega að kennslu, hvað það merkir að kenna stærðfræði, hvað einkennir góða stærðfæðikennslu og hvernig góð kennsla getur þróast til að styðja við nám allra nemenda. Hægt er að hlusta á fyrirlesturinn í heild sinni hér - http://youtu.be/nDYxVch6oHU
Aðrar bjargir[breyta | breyta frumkóða]
Á Stærðfræðikennarinn deilimappa er að finna PDF útgáfur af Almenn stærðfræði I, II, og III. Þar eru einnig Desmos og GeoGebru verkefni.