Kynning á eðlisfræði í Flensborg/Varmaorka, bræðsluvarmi íss

Úr Kennarakvikan

Útgáfa frá 30. mars 2025 kl. 21:21 eftir Martin (spjall | framlög) Útgáfa frá 30. mars 2025 kl. 21:21 eftir Martin (spjall | framlög) (Ný síða: == Bakgrunnur == Vatn í föstu formi er ís og þegar hann bráðnar helst hann við bræðslumark, 0°C. Eðlisvarmi vatns er <math>4,186 \text{J/kgK}</math>. Viðurkenndur bræðsluvarmi íss er <math>334 \text{kJ/kg}</math>. Við varmaflutninga er notað lögmálið um orkuvarðveislu: Gefinn varmi = Þeginn varmi. Við upphitun og kælingu hluta er varminn <math>Q=m c \Delta T</math> en við bræðslu og gufun er varminn <math>Q=ml</math>. == Tæki == * Vigt * þvara * hit...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)

Bakgrunnur[breyta | breyta frumkóða]

Vatn í föstu formi er ís og þegar hann bráðnar helst hann við bræðslumark, 0°C. Eðlisvarmi vatns er . Viðurkenndur bræðsluvarmi íss er . Við varmaflutninga er notað lögmálið um orkuvarðveislu: Gefinn varmi = Þeginn varmi. Við upphitun og kælingu hluta er varminn en við bræðslu og gufun er varminn .

Tæki[breyta | breyta frumkóða]

  • Vigt
  • þvara
  • hitamælir
  • varmadolla
  • ísmolar

Tilgangur[breyta | breyta frumkóða]

Að kanna hve langan tíma það tekur heitt vatn að bræða ísmola og ná sameiginlegu hitastigi með ísvatninu. Einnig að reikna bræðsluvarma íss og meta nákvæmni niðurstöðunnar.

Framkvæmd[breyta | breyta frumkóða]

Vigtaðu varmadolluna og helltu síðan í hana tæplega 400 mL af um það bil 30°C heitu kranavatni og vigtaðu. Mældu hitastig heita vatnsins og reiknaðu með að ísmolarnir séu 0,0°C.

Fyrirbæri Mæligildi Eining
Massi tómrar dollu
Massi dollu með vatni
Massi vatns í dollu
Hitastig heits vatns í dollu
Hitastig ísmola

Settu 5 stóra klakamola í varmadolluna og hrærðu stöðugt í vatninu. Mældu hitastigið á 30 sekúndna fresti þar til klakarnir eru bráðnaðir. Passaðu að hitamælirinn komi ekki við klakana.

Tími Hitastig
0 s
30 s
60 s
90 s
120 s
150 s
180 s
210 s
240 s

Vigtaðu varmadolluna núna og reiknaðu massa klakanna.

Fyrirbæri Mæligildi Eining
Dolla með vatni og bráðnum klökum
Massi klaka
Hitastigslækkun vatns í dollu

Úrvinnsla[breyta | breyta frumkóða]

Gerðu graf af hitastigi vatns sem fall af tíma. Merktu ása og dragðu mjúkan feril.

Reiknaðu varmann sem vatnið gefur samkvæmt: Varmi = massi vatns * eðlisvarmi vatns * hitastigslækkun vatns, reiknaðu bræðsluvarma vatns og sýndu reikning fráviksins.

Út frá varðveislu orkunnar vitum við að (ef við hunsum varmaskipti við umhverfið) varminn sem flæðir úr heita vatninu er jafn varmanum sem flæðir í klakann til að bræða hann og hita vatnið úr klakanum til að ná sama hitastigi og heita vatnið sem kólnar á móti. Þessu má stilla upp sem:

Varmi sem flæðir úr heitavatninu við að það kólnar úr upphafshitastigi í lokahitastig () = Varmi sem fer í að bræða af klaka og fer í að hita vatnið úr bráðna klakanum úr 0 °C í lokahitastigið ()

eða:

Einangraðu í jöfnunni og reiknaðu mælt gildi út frá mældum gildum á hinum stærðunum. Skráðu hér að neðan og berðu saman við uppgefið gildi.

Fyrirbæri Mældur bræðsluvarmi [J/kg] Viðurkenndur bræðsluvarmi [J/kg] Frávik:
Ís

Ítarefni[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd þessa verkefnis er Mynd:FlensEDLI1KE05Tilraun11VarmaorkaIs.docx frá Viðari Ágústssyni.