Kynning á eðlisfræði í Flensborg/Geislavirkni, vörn gegn beta-geislum
Bakgrunnur[breyta | breyta frumkóða]

Þegar atóm hrörnar gefur það frá sér β-geisla (rafeind) sem kemur úr einni nifteind kjarnans, nifteindin breytist í róteind og atómið breytist í .
Í þessari tilraun eru geigernemi notaður til að mæla geislunina. Við hrörnun atómanna fara β-geislar í allar áttir frá sýninu og sumir þeirra lenda á geigernemanum og búa til rafpúls. Magnari tekur við þessum rafpúlsi og sendir hann til teljara til marks um að nú hafi einn betageisli komið inn í nemann.
Hægt er að skerma geislunina með því að setja eitthvað efni fyrir og þá munu sumar eindirnar stöðvast í fyrirstöðunni en aðrar fljúga í gegn. Þegar A4 blöð eru notuð sem geislavörn fer numinn geislafjöldi eftir þar sem er blaðafjöldi, er upphafsgeislun og er efnisfasti. Viðurkenndur efnisfasti A4 blaða er .
Með því að taka umraða jöfnuna hér að ofan og taka náttúrulega logrann af henni fæst: sem er á sama formi og jafna beinnar línu sem fer í gegnum upphafspunktinn, (hér er í hlutverki og í hlutverki ). Með því að gera graf af sem fall af fáum við punktasafn sem á að vera línulegt með hallatöluna .
Tæki[breyta | breyta frumkóða]
- Varúð, ekki snerta geislavirka sýnið.
- Geislavirkt , β geislagjafi, 0,546 MeV, helmingunartími 28,8 ár
- Geiger nemi
- teljari
- málband
- skeiðklukka.
Tilgangur[breyta | breyta frumkóða]
Að kanna hvernig pappír getur skýlt fyrir beta-geislum.
Framkvæmd[breyta | breyta frumkóða]
Stilltu upp geigernemanum og geislavirka sýninu þannig að 5,0 cm séu á milli þeirra og mældu geislun í eina mínútu. Hengdu 5 stk af A4 blöðum milli nema og sýnis og mældu geislun aftur í eina mínútu. Fjölgaðu A4 blöðunum upp í 50 í 5 blaða skrefum og mældu geislun í hvert skipti í eina mínútu. Reiknaðu náttúrulegan logra af hlutfallinu (geislatalning/upphafsgeislun).
Blaðafjöldi | Geilsar/mín | ||
---|---|---|---|
0 stk | |||
5 stk | |||
10 stk | |||
15 stk | |||
20 stk | |||
25 stk | |||
30 stk | |||
35 stk | |||
40 stk | |||
45 stk | |||
50 stk |
Úrvinnsal[breyta | breyta frumkóða]

Gerðu graf af logra af geislafjölda sem fall af fjölda blaða. Merktu ásana og dragðu eina beina línu mitt á milli punktanna. Sýndu hér útreikning hallatölu línunnar með einingu.
Skráðu efnisfasta A4 blaðanna sem þú fékkst út og sýndu að neðan útreikning á fráviki þíns efnisfasta frá viðurkenndum fasta.
Fyrirbæri | Mældur efnisfasti [1/stk] | Viðurkenndur efnisfasti [1/stk] | Frávik: |
---|---|---|---|
A4 blöð |
Ítarefni[breyta | breyta frumkóða]
Fyrirmynd þessa verkefnis er Mynd:FlensEDLI1KE05Tilraun12Geislavirkni.docx frá Viðari Ágústssyni.