Kynning á eðlisfræði í Flensborg/Litablöndun ljóss

Úr Kennarakvikan

Útgáfa frá 30. mars 2025 kl. 22:21 eftir Martin (spjall | framlög) Útgáfa frá 30. mars 2025 kl. 22:21 eftir Martin (spjall | framlög) (Ný síða: == Bakgrunnur == Augu okkar eru næm á rafsegulbylgjur með bylgjulengd á bilinu 400 nm (fjólublátt) til 700 nm (dimmrautt). Ef bylgjulengdin er aðeins minni er 400 nm er ljósið útfjólublátt en ef bylgjulengdin er aðeins meiri en 700 nm er ljósið innrautt. Þegar blátt ljós, grænt ljós og rautt ljós blandast saman skynjum við það sem hvítt ljós. == Tæki == * litaljós (3 litir) * hvítt blað * raufagler (500 línur á mm) * raufagler * plasthólkur ==...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)

Bakgrunnur[breyta | breyta frumkóða]

Augu okkar eru næm á rafsegulbylgjur með bylgjulengd á bilinu 400 nm (fjólublátt) til 700 nm (dimmrautt). Ef bylgjulengdin er aðeins minni er 400 nm er ljósið útfjólublátt en ef bylgjulengdin er aðeins meiri en 700 nm er ljósið innrautt. Þegar blátt ljós, grænt ljós og rautt ljós blandast saman skynjum við það sem hvítt ljós.

Tæki[breyta | breyta frumkóða]

  • litaljós (3 litir)
  • hvítt blað
  • raufagler (500 línur á mm)
  • raufagler
  • plasthólkur

Litablöndun[breyta | breyta frumkóða]

Tilgangur[breyta | breyta frumkóða]

Að kanna hvaða litir myndast þegar mismunandi litu ljósi er blandað saman.

Ljóskastari með ákveðinn lit sendir sína bylgjulengd frá sér að hvítum fleti og þá endurkastast sá litur af fletinum. Þegar ljóskastari með annan lit sendir sína bylgjulengd í viðbót að fletinum endurkastast báðar bylgjulengdir af hvíta fletinum og sér auga okkar þá blandaða litinn sem einn lit.

Framkvæmd[breyta | breyta frumkóða]

Hafðu litaljóskastarana (bláan, grænan, rauðan) saman á borði og láttu þá lýsa á hvítan flöt. Skráðu hjá þér hvaða lit þú sérð þegar þú lætur þá lýsa saman á hvítt blað.

Blár Grænn Rauður Litur á hvítu blaði
Kveikt Kveikt Kveikt
Kveikt Kveikt Slökkt
Kveikt Slökkt Kveikt
Slökkt Kveikt Kveikt

Litsjá[breyta | breyta frumkóða]

Þegar ljós er skoðað í raufagleri, aðskiljast litirnir í ljósinu í litróf þess.

Tilgangur[breyta | breyta frumkóða]

Að kanna úr hvaða litum blandaðir litir eru

Bakgrunnur[breyta | breyta frumkóða]

Raufaglerið þitt hefur 500 strik á hverjum mm. Bilið milli strikanna kallast rauf og hún er svo mjó að ljósið bognar þegar það fer í gegn um hana. Bognu ljósgeislarnir blandast saman og mismunandi bylgjulengdir verða sýnilegar á mismunandi stöðum sitt hvoru megin við hvíta ljósið. Bláa ljósið hefur stystu bylgjulengdina og sést því næst upprunalega ljósinu en rauða ljósið hefur lengstu bylgjulengdina og sést því lengst frá upprunalega ljósinu.

Framkvæmd[breyta | breyta frumkóða]

Búðu til litsjá með því að líma raufagler á plasthólk eins og lýst er í myndbandinu. Beindu litsjánni þinni að mismunandi ljósgjöfum og skráðu hjá þér hvaða liti þú sérð.

Ljósgjafi Litir
Dagsljós eða farsímaljós
Flúrpera
Vasaljósaper
Kveikjari (gulur hluti logans)
Kveikjari (blár hluti logans)

Ítarefni[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd þessa verkefnis er Mynd:FlensEDLI1KE05Tilraun13Litablöndun.docx frá Viðari Ágústssyni.