Hér má finna yfirlit yfir hæfniviðmið kafla Aðalnámsskrár grunnskóla fyrir erlend tungumál ásamt hlekkjum á undirsíður þar sem koma má fyrir ítarfefni fyrir hvert hæfniviðmið. Markmiðið er ekki að hægt sé að fara í hæfniviðmið og „tikka í boxin“ heldur frekar að gefa dæmi um hvers kyns verkefni megi nýta til að ná þess lags hæfniviðmiði. Slíkt styður við heildstæðari skoðun á efni og þeim kröfum sem kennarar gera til nemenda. Eins er vert að benda á ágæta áminningu úr tillögunni:
„Þegar sjónum er beint sérstaklega að einu hæfniviðmiði þarf að hafa í huga að nám er samfellt ferli og skapandi athöfn, fremur en söfnun afmarkaðrar þekkingar og þjálfun í tiltekinni leikni.“
Vinnulag samfélagsgreina
Yfirheiti
|
Við lok 4. bekkjar getur nemandi
|
Við lok 7. bekkjar getur nemandi
|
Við lok 10. bekkjar getur nemandi
|
Hugtök
|
rætt um samfélagið og notað valin hugtök í því samhengi [Hugtök (4)]
|
útskýrt og notað mikilvæg hugtök samfélags-greina [Hugtök (7)]
|
útskýrt, rökrætt og beitt mikilvægum hugtökum samfélagsgreina [Hugtök (10)]
|
Upplýsingalæsi
|
aflað sér upplýsinga um samfélagið úr völdum textum, hljóð- og myndefni og sagt frá efninu [Upplýsingalæsi (4)]
|
aflað sér upplýsinga um samfélagsleg málefni úr textum, hljóð- og myndefni, umorðað og nýtt til umfjöllunar [Upplýsingalæsi (7)]
|
aflað sér upplýsinga um samfélagsleg og alþjóðleg málefni úr heimildum á fjölbreyttu formi, túlkað og hagnýtt [Upplýsingalæsi (10)]
|
Skoðanamyndun
|
greint upplýsingar og ólíkar skoðanir úr völdum heimildum og myndað sér eigin skoðanir [Skoðanamyndun (4)]
|
metið og brugðist við ólíkum skoðunum og upplýsingum úr heimildum á ólíku formi og myndað sér eigin skoðanir [Skoðanamyndun (7)]
|
vegið og metið upplýsingar og skoðanir úr heimildum á margvíslegu formi, myndað sér eigin skoðanir og tekið upplýsta afstöðu til málefna [Skoðanamyndun (10)]
|
Gagnrýnar umræður
|
spurt spurninga og tekið þátt í umræðu um valin samfélagsleg og siðferðileg málefni [Gagnrýnar umræður (4)]
|
spurt opinna spurninga og tekið þátt í umræðu um ólík málefni af samfélagslegum og siðferðilegum toga [Gagnrýnar umræður (7)]
|
spurt fjölbreyttra spurninga og tekið þátt í gagnrýninni umræðu um samfélagsleg og siðferðileg málefni frá mismunandi sjónarhornum [Gagnrýnar umræður (10)]
|
Setja sig í spor annarra
|
sett sig í spor jafnaldra og fjölskyldumeðlima [Setja sig í sporannarra (4)]
|
sett sig í spor fólks með ólíkan bakgrunn á völdum stöðum og tímum [Setja sig í sporannarra (7)]
|
sett sig í spor fólks með ólíkan bakgrunn og viðhorf á ýmsum stöðum og tímum [Setja sig í sporannarra (10)]
|
Miðlun
|
miðlað þekkingu sinni og skoðunum tengdum samfélaginu [Miðlun (4)]
|
miðlað þekkingu, leikni og skoðunum á samfélagslegum málefnum á fjölbreyttan hátt [Miðlun (7)]
|
miðlað þekkingu, leikni og skoðunum á samfélagslegum og hnattrænum málefnum á fjölbreyttan og skapandi hátt [Miðlun (10)]
|
Lýðræðislegt samstarf
|
tekið þátt í samstarfi og sameiginlegum ákvörðunum í jafningjahópi og innan fjölskyldunnar [Lýðræðislegt samstarf (4)]
|
tekið þátt í lýðræðislegu samstarfi og samræðu [Lýðræðislegt samstarf (7)]
|
tekið ábyrgan þátt í lýðræðislegu samstarfi og samræðu [Lýðræðislegt samstarf (10)]
|
Sjálfsmynd
Yfirheiti
|
Við lok 4. bekkjar getur nemandi
|
Við lok 7. bekkjar getur nemandi
|
Við lok 10. bekkjar getur nemandi
|
Félagsmótun
|
sagt frá sjálfum sér með hliðsjón af uppruna, búsetu, fjölskyldu, siðum og venjum [Félagsmótun (4)]
|
lýst sjálfum sér og tekið dæmi um þætti sem hafa áhrif á eigin sjálfsmynd, svo sem úr nærsamfélagi, umhverfi og menningu [Félagsmótun (7)]
|
útskýrt hvernig sjálfsmynd mótast af menningu, félagslegu umhverfi, aðstæðum og alþjóðlegum áhrifum [Félagsmótun (10)]
|
Þarfir
|
áttað sig á mikilvægi næringar, hvíldar, svefns, hreyfingar og hreinlætis [Þarfir (4)]
|
rætt um heilbrigða lífshætti og samskipti og ræktað mikilvægar þarfir [Þarfir (7)]
|
gert sér grein fyrir þörfum sínum og fjallað um ábyrgð sína á eigin lífi, lífsháttum og heilbrigði [Þarfir (10)]
|
Tilfinningar
|
áttað sig á og lýst ýmsum tilfinningum, svo sem gleði, tilhlökkun, sorg og reiði [Tilfinningar (4)]
|
lýst margvíslegum tilfinningum og áttað sig á áhrifum þeirra á hugsun og hegðun [Tilfinningar (7)]
|
þekkt margbreytileika eigin tilfinninga og bent á víxlverkun tilfinninga, hugsunar, hegðunar og samskipta [Tilfinningar (10)]
|
Hugarfar
|
áttað sig á mikilvægi jákvæðra viðhorfa fyrir sjálfan sig [Hugarfar (4)]
|
lýst með dæmum mikilvægi jákvæðra lífsviðhorfa, hugarfars og seiglu fyrir eigin þroska [Hugarfar (7)]
|
rökstutt mikilvægi eigin jákvæðra lífsviðhorfa, hugarfar vaxtar og seiglu fyrir persónulega farsæld og þroska [Hugarfar (10)]
|
Sjálfsþekking
|
gert sér og öðrum grein fyrir hvar eigin styrkur og áhugi liggur [Sjálfsþekking (4)]
|
gert grein fyrir eigin áhugasviðum, styrk og áskorunum og hvernig hægt er að vinna með þá þætti á uppbyggilegan hátt [Sjálfsþekking (7)]
|
gert grein fyrir eigin áhugasviðum, styrk og áskorunum og myndað sér raunhæfa framtíðaráætlun á grunni þeirrar sjálfsþekkingar [Sjálfsþekking (10)]
|
Virðing
|
sýnt sjálfum sér og öðrum virðingu og sagt frá því hvernig það er hægt [Virðing (4)]
|
sýnt virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum, sett sér mörk í samskiptum og lýst því hvernig það er hægt [Virðing (7)]
|
borið virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum, sett mörk í samskiptum og virt mörk annarra og útskýrt mikilvægi virðingar [Virðing (10)]
|
Staðalmyndir
|
fjallað um ólíka einstaklinga og hópa í skóla- og nærsamfélaginu [Staðalmyndir (4)]
|
lýst staðalmyndum og fordómum í samfélaginu og áhrifum þeirra og áttað sig á skaðsemi þeirra [Staðalmyndir (7)]
|
fjallað með gagnrýnum hætti um og greint staðalmyndir og fordóma, uppruna þeirra og afleiðingar [Staðalmyndir (10)]
|
Kynjafræði
|
bent á dæmi um fjölbreytni kynhlutverka og áhrif þeirra á sjálfsmyndina [Kynjafræði (4)]
|
beitt hugtökunum kyn, kynhneigð og kynhlutverk og áttað sig á fjölbreytni hinseginleikans [Kynjafræði (7)]
|
beitt hugtökum tengdum kynjafræði og útskýrt hvaða hlutverki þau gegna í kyngervi einstaklinga og sjálfsmynd [Kynjafræði (10)]
|
Fjármál einstaklings
|
áttað sig á kostnaði við eigin neyslu og muninum á þörfum og löngunum [Fjármál einstaklings (4)]
|
gert grein fyrir útgjöldum vegna þarfa, langana og hegðunar einstaklinga og mikilvægi fyrirhyggju í fjármálum [Fjármál einstaklings (7)]
|
gert grein fyrir hvernig þarfir, langanir og hegðun móta fjárhagslega stöðu einstaklinga og tekið ábyrga afstöðu í eigin fjármálum og neyslu [Fjármál einstaklings (10)]
|
Siðferði og trú
Yfirheiti
|
Við lok 4. bekkjar getur nemandi
|
Við lok 7. bekkjar getur nemandi
|
Við lok 10. bekkjar getur nemandi
|
Virðing fyrir fjölbreytileika
|
áttað sig á að fólk býr við ólík fjölskylduform, hefur ólíkan bakgrunn og borið virðingu fyrir mismunandi lífsviðhorfum og siðum [Virðing fyrir fjölbreytileika (4)]
|
dregið fram ólíkan bakgrunn fólks og virt mismunandi trú, lífsgildi, skoðanir og siði [Virðing fyrir fjölbreytileika (7)]
|
borið saman ólíkan bakgrunn og fjölbreytni fólks, fjallað um og virt mismunandi trú, lífsgildi, skoðanir og siði [Virðing fyrir fjölbreytileika (10)]
|
Trú og lífsviðhorf
|
velt fyrir sér nærtækum spurningum sem tengjast trú, lífsviðhorfi og breytni [Trú og lífsviðhorf (4)]
|
rætt viðfangsefni sem snerta trú, lífsviðhorf og siðferði og sett í samhengi við atburði daglegs lífs [Trú og lífsviðhorf (7)]
|
fengist við og greint viðfangsefni sem snerta trú, lífsviðhorf og siðferði og tengjast spurningum um merkingu og tilgang lífsins [Trú og lífsviðhorf (10)]
|
Trúarbrögð
|
sagt deili á nokkrum frásögnum, helstu hátíðum og siðum kristni og annarra trúarbragða, einkum í nærsamfélaginu [Trúarbrögð (4)]
|
gert grein fyrir völdum frásögnum, hefðum, hátíðum, siðum og táknum í kristni og nokkrum helstu trúarbrögðum heims [Trúarbrögð (7)]
|
túlkað frásagnir, hefðir, kenningar, hátíðir, siði og tákn kristni og annarra helstu trúarbragða heims [Trúarbrögð (10)]
|
Áhrif trúarbragða
|
áttað sig á að trúar- og lífsviðhorf fólks birtast í mismunandi viðhorfum, siðum og venjum [Áhrif trúarbragða (4)]
|
borið saman valin trúarbrögð og lífsviðhorf og áhrif þeirra á líf fólks [Áhrif trúarbragða (7)]
|
útskýrt gildi trúarbragða og lífsviðhorfa, borið saman og greint áhrif þeirra á líf einstaklinga, hópa, samfélaga og sögu [Áhrif trúarbragða (10)]
|
Borgaravitund
Yfirheiti
|
Við lok 4. bekkjar getur nemandi
|
Við lok 7. bekkjar getur nemandi
|
Við lok 10. bekkjar getur nemandi
|
Reglur
|
sýnt þekkingu á reglum í samskiptum og útskýrt tilgang þeirra [Reglur (4)]
|
rætt reglur í samskiptum fólks og tilgang þeirra og tekið þátt í að setja sameiginlegar leikreglur með öðrum [Reglur (7)]
|
útskýrt hlutverk reglna í samskiptum fólks í fjölskyldu, vinahópi og þjóðfélaginu í heild og tekið þátt í að móta slíkar reglur [Reglur (10)]
|
Mannréttindi
|
rætt um réttindi sín og skyldur og þekkt til Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna [Mannréttindi (4)]
|
rætt stöðu sína sem þátttakandi í samfélaginu, réttindi og skyldur og mikilvægi mannréttinda og jafnréttis í samfélaginu og á heimsvísu og þekkt vel til Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna [Mannréttindi (7)]
|
þekkt almenn ákvæði um mannréttindi, uppruna þeirra og áhrif, hefur Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi og getur rökrætt gildi mannréttinda og jafnréttis á öllum sviðum samfélagsins og á heimsvísu [Mannréttindi (10)]
|
Samfélagsgerð
|
áttað sig á að hver einstaklingur er hluti af stærra samfélagi [Samfélagsgerð (4)]
|
fjallað um ólíkar samfélagsgerðir og hvernig þær tengjast lífi einstaklinga [Samfélagsgerð (7)]
|
greint hvernig hugmyndafræði, þ.m.t. trúarbrögð og stjórnmál, móta samfélagsgerð og tengjast lífi einstaklinga [Samfélagsgerð (10)]
|
Lýðræði
|
bent á dæmi um lýðræðislega þætti í skóla- og nær-samfélaginu [Lýðræði (4)]
|
lýst nokkrum einkennum lýðræðislegra samfélagshátta hér á landi [Lýðræði (7)]
|
útskýrt uppruna, einkenni og framkvæmd lýðræðis og skoðað hlutverk borgara á gagnrýninn hátt í hnattrænu samhengi [Lýðræði (10)]
|
Stjórnkerfi
|
sagt frá nokkrum stofnunum samfélagsins [Stjórnkerfi (4)]
|
gert grein fyrir hlutverki mikilvægra stofnana samfélagsins [Stjórnkerfi (7)]
|
útskýrt þróun og uppbyggingu stjórnkerfisins og formleg tengsl Íslands og þátttöku í alþjóðasamfélaginu [Stjórnkerfi (10)]
|
Velferðarsamfélag
|
áttað sig á mikilvægi samhjálpar í samfélaginu [Velferðarsamfélag (4)]
|
gert grein fyrir hugmyndum um samhjálp og velferð og framkvæmd þeirra í samfélaginu [Velferðarsamfélag (7)]
|
útskýrt og rökrætt hugmyndir um velferðarsamfélag [Velferðarsamfélag (10)]
|
Samneysla
|
þekkt dæmi um grunnþjónustu í samfélaginu [Samneysla (4)]
|
áttað sig á hvernig og hvers vegna kostnaður við ýmsa grunnþjónustu er greiddur af sameiginlegum sjóðum samfélagsins [Samneysla (7)]
|
skilið að skatta- og fjármálaumhverfi og lífskjör í samfélagi eru breytileg og þekkt þætti sem hafa áhrif á þau í alþjóðlegu samhengi [Samneysla (10)]
|
Slysavarnir
|
varast hættur á heimili sínu, í umferðinni og nærumhverfi [Slysavarnir (4)]
|
séð gildi slysavarna og þekkt viðbrögð við slysum í heimahúsum, nærsamfélagi og náttúrunni [Slysavarnir (7)]
|
bent á, fyrirbyggt og útskýrt rétt viðbrögð við ýmsum hættum í manngerðu umhverfi og náttúrunni [Slysavarnir (10)]
|
Umferðarreglur
|
sagt frá umferðarreglum fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur og farið eftir þeim [Umferðarreglur (4)]
|
gert grein fyrir umferðarreglum og helstu umferðarmerkjum og nýtt í daglegu lífi [Umferðarreglur (7)]
|
áttað sig á nauðsyn þess að sýna ábyrga hegðun í umferðinni vegna öryggis síns og annarra [Umferðarreglur (10)]
|
Geta til aðgerða
|
rætt um eigin athafnir og afleiðingar þeirra og tekið þátt í samfélagsmálum [Getatilaðgerða (4)]
|
sett sig inn í málefni samfélagsins, áttað sig á möguleikum til áhrifa og sýnt það í verki með ábyrgum hætti [Geta til aðgerða (7)]
|
ígrundað eigin getu til aðgerða og beitt sér á ábyrgan hátt fyrir málefnum sem stuðla að betra samfélagi [Getatilaðgerða (10)]
|
Saga
Yfirheiti
|
Við lok 4. bekkjar getur nemandi
|
Við lok 7. bekkjar getur nemandi
|
Við lok 10. bekkjar getur nemandi
|
Sögulegar heimildir
|
áttað sig á að ólíkar heimildir segja ólíka sögu [Sögulegar heimildir (4)]
|
metið heimildir og ólík sjónarhorn í umfjöllun um sögu og samtíð [Sögulegar heimildir (7)]
|
gert sér grein fyrir hlutverki heimilda, sjónarhorna og gildismats í sögu og sameiginlegum minningum [Sögulegar heimildir (10)]
|
Fjölskyldan
|
áttað sig á mikilvægi fjölskyldunnar og fjölbreytni fjölskyldugerða í samfélagi manna [Fjölskyldan (4)]
|
gert sér grein fyrir fjölbreytileika fjölskyldna og margvíslegum hlutverkum innan þeirra á ólíkum tímum [Fjölskyldan (7)]
|
útskýrt og borið saman hlutverk, fjölbreytileika og þróun fjölskyldunnar á mismunandi tímum og menningarsvæðum [Fjölskyldan (10)]
|
Heimabyggð
|
uppgötvað og nefnt dæmi um einkenni og sögu heimabyggðar [Heimabyggð (4)]
|
greint samhengi umhverfis, sögu, menningar og mannlífs í heimabyggð og tengsl við önnur landsvæði [Heimabyggð (7)]
|
sýnt fram á skilning á íslensku samfélagi og útskýrt samhengi umhverfis, sögu, menningar, trúar, atvinnulífs og byggðaþróunar []
|
Íslandssaga
|
nefnt dæmi um sögu og einkenni Íslands [Íslandssaga (4)]
|
fjallað um einkenni og þróun íslensks samfélags [Íslandssaga (7)]
|
útskýrt einkenni og stöðu Íslands í heiminum í ljósi legu landsins, sögu og menningu þjóðar [Íslandssaga (10)]
|
Saga
|
sagt frá völdum persónum, atburðum og tímabilum í sögunni [Saga (4)]
|
fjallað um og greint persónur, atburði, tímabil, tildrög og gang sögunnar [Saga (7)]
|
sett í samhengi, sýnt fram á þekkingu og gagnrýna sýn á atburðum, tímabilum, tildrögum og gangi mannkynssögunnar [Saga (10)]
|
Söguleg þróun
|
komið auga á þætti sem hafa haft áhrif á mannlífið í tímans rás, svo sem umhverfi og skipulag samfélaga [Söguleg þróun (4)]
|
áttað sig á að sagan hefur mótast af ýmsum þáttum, svo sem umhverfi, atferli, lífsviðhorfum, samfélagsskipulagi og atvinnuháttum [Söguleg þróun (7)]
|
útskýrt og metið hvernig sagan hefur mótast af ýmsum þáttum, svo sem umhverfi, hugmyndafræði, þ.m.t. trúarbrögðum viljaverkum og tilviljunum [Söguleg þróun (10)]
|
Áhrif sögu á samtímann
|
fjallað um atburði í sögunni í tengslum við samtímann [Áhrif sögu á samtímann (4)]
|
útskýrt með dæmum hvernig sögulegir atburðir hafa áhrif á samfélög og líf fólks í samtímanum [Áhrif sögu á samtímann (7)]
|
sýnt fram á skilning á sögulegu og hugmyndafræðilegu samhengi atburða sem eiga sér stað í samtímanum á heimsvísu [Áhrif sögu á samtímann (10)]
|
Jörðin okkar
Yfirheiti
|
Við lok 4. bekkjar getur nemandi
|
Við lok 7. bekkjar getur nemandi
|
Við lok 10. bekkjar getur nemandi
|
Kortalæsi
|
áttað sig á hlutverki og notagildi landakorta og ratað með hjálp einfaldra korta [Kortalæsi (4)]
|
notað kort og gröf til að afla sér upplýsinga og vinna úr þeim og sett upp einföld kort [Kortalæsi (7)]
|
greint, þekkt og fjallað um upplýsingar á kortum, gröfum og annars konar myndum og sett upp kort til að miðla fjölbreyttum upplýsingum [Kortalæsi (10)]
|
Samfélög
|
nefnt dæmi um ólíkar aðstæður, menningu og líf fólks [Samfélög (4)]
|
varpað ljósi á ólíkar aðstæður, menningu og líf fólks á jörðinni [Samfélög (7)]
|
greint og borið saman ólíka menningarheima og samfélög, trúarbrögð, hefðir og siði, aðstæður og líf fólks [Samfélög (10)]
|
Auðlindir
|
nefnt dæmi um hvernig maðurinn nýtir náttúruna til að lifa af [Auðlindir (4)]
|
skýrt hvernig notkun mannsins á auðlindum getur haft margvísleg áhrif á lífsgæði og lífbreytileika [Auðlindir (7)]
|
varpað ljósi á hvers vegna sjálfbær nýting auðlinda er mikilvæg fyrir samfélög og í hnattrænu samhengi [Auðlindir (10)]
|
Neyslusamfélagið
|
lýst því hvernig matvæli og föt verða til og hvar þau enda [Neyslusamfélagið (4)]
|
lýst í grófum dráttum ferli daglegra neysluvara, uppruna þeirra, flutningi, sölu, nýtingu, förgun, endurvinnslu og kolefnisspori [Neyslusamfélagið (7)]
|
varpað ljósi á neyslusamfélag nútímans, ferli hráefna frá öflun til eyðingar og hugmyndum um mikilvægi hringrásarhagkerfis [Neyslusamfélagið (10)]
|
Áhrif mannsins
|
bent á dæmi um áhrif tækni og framkvæmda á mannlíf og umhverfi [Áhrif mannsins (4)]
|
skýrt með dæmum áhrif tækni og mannlegra athafna á samfélag, loftslag og umhverfi [Áhrif mannsins (7)]
|
útskýrt áhrif og afleiðingar mannlegra athafna og tækni á loftslag, náttúru og lífsskilyrði alls lífs á jörðinni [Áhrif mannsins (10)]
|
Sjálfbær þróun
|
nefnt dæmi um hvernig athafnir okkar hafa afleiðingar til framtíðar [Sjálfbær þróun (4)]
|
fjallað um hvað sjálfbær þróun felur í sér [Sjálfbær þróun (7)]
|
sýnt fram á skilning á sjálfbærri þróun og þýðingu hennar fyrir umhverfi, samfélag og efnahagslíf og lífsskilyrði alls lífs á jörðinni [Sjálfbær þróun (10)]
|
Ábyrgð á náttúruvernd
|
gert sér grein fyrir mikilvægi sínu í umgengni um og vernd náttúrunnar [Ábyrgð á náttúruvernd (4)]
|
skýrt með dæmum mikilvægi náttúruverndar og þess að allir leggi sitt af mörkum [Ábyrgð á náttúruvernd (7)]
|
varpað ljósi á ábyrgð einstaklinga, fyrirtækja, stjórnvalda og alþjóðasamfélags á verndun náttúru og lífsgæða á jörðinni [Ábyrgð á náttúruvernd (10)]
|