Búnaður fyrir náttúruvísindakennslu/Matarsódi
Úr Kennarakvikan
Lýsing[breyta | breyta frumkóða]
Matarsódi eða natrón () er hvítt efni með daufu, beisku bragði. Efnið er notað sem lyftiefni í bakstur, því þegar matarsóda er blandað saman við vökvann í deigi sem jafnframt inniheldur súrt hráefni myndast loftbólur sem gera það að verkum að brauð og kökur lyftast. Matarsódi er virka lyftiefnið í lyftidufti en í það hefur verið bætt efnum sem valda því að loftbólurnar fara ekki að myndast og þenjast út að ráði fyrr en í heitum ofni.
Matarsódi er líka hafður til fleiri nota, svo sem við brjóstsviða og sem hreinsiefni.
Innkaup[breyta | breyta frumkóða]
Lyftiduft fæst í næstu matvöruverslun.
Notkun í kennslu[breyta | breyta frumkóða]
Öryggisatriði[breyta | breyta frumkóða]
Matarsódi er stöðugt nema við háan hita eða þrýsting, brennur ekki, en ítrekuð neysla þess getur valdið aukaverkunum.
Ítarefni[breyta | breyta frumkóða]
- Matarsódi á íslensku Wikipediu.
- Sodium bicarbonate á ensku Wikipediu.