Notandi:Martin/Vísindasmiðjur/Glös á hvolfi

Úr Kennarakvikan

Útgáfa frá 9. júní 2024 kl. 00:38 eftir Martin (spjall | framlög) Útgáfa frá 9. júní 2024 kl. 00:38 eftir Martin (spjall | framlög) (spjald úr karton og álpappír)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)

Markmið[breyta | breyta frumkóða]

Að kanna þrýsting í glösum sem haldið er á hvolfi.

Áhöld og efni[breyta | breyta frumkóða]

  • Glas
  • Vatn
  • Þunnt spjald (jafnvel álpappír)
  • Bakki til að grípa vatnið ef (þegar!) það sullast niður

Framkvæmd[breyta | breyta frumkóða]

Finnum til spjald eða sníðum til svo það passi yfir glasið.
Hellum vatni í glas (alveg eða næstum upp að brún) og leggjum spjaldið yfir.
Höldum spjaldinu þétt upp við opið á glasinu og snúum því á hvolf. Drögum höndina varlega frá spjaldinu og fylgjumst með því hvað gerist.


Niðurstöður[breyta | breyta frumkóða]

Lýsið því í eigin orðum hvað gerðist.

Til nemenda[breyta | breyta frumkóða]

Þetta kann að líta nokkuð ótrúlega út því vatn ætti að detta niður og kartonið er ekki fast við glasið. En hvað er það þá sem heldur því uppi?!

Það er loftið sem er allt í kringum okkur. Loft er gert úr sameindum sem eru á stöðugri hreyfingu og rekast utan í allt sem það snertir. Við tökum alla jafna ekki mikið eftir þessu því þessi svokallaði loftþrýstingur er allt í kringum okkur. Við getum samt fundið fyrir því ef loftþrýstingurinn breytist (t.d. fáum við oft hellu ef við sitjum í flugvél sem er að taka á loft eða lenda).

Utan við glasið er þá loftið að ýta á allar hliðar glassins en til þess að vatnið geti fallið niður þyrfti loftþrýstingurinn inni í því að lækka og þá þrýstir hærri loftþrýstingurinn fyrir utan glasið á kartonið og heldur vatninu uppi.

Frekari prófanir[breyta | breyta frumkóða]

Ef ekkert vatn væri í glasinu mundi kartonið detta niður þegar þið sleppið því. Hversu lítið vatn ætli þurfi til að kartonið haldist uppi?

Til kennara[breyta | breyta frumkóða]

Það er hægt að nota alls konar efni í spjaldið, jafnvel álpappír. Álpappírinn er hins vegar svolítið sveigjanlegur og kannski heldur erfitt fyrir yngri nemendur að snúa glasinu á hvolf með álpappírnum einum.

Auðveldara væri að nota eitthvað aðeins stífara, jafnvel nota karton sem ætti að vera aðgengilegt í hverjum skóla. Á því er sá galli að kartonið blotnar. Því mætti t.d. útbúa spjald úr kartoni og líma álpappír á eða utan um kartonið, eða vefja kartonið í álpappír.