Heillandi verkefni í náttúruvísindum/Frystir úr snjó og salti

Úr Kennarakvikan

Útgáfa frá 12. nóvember 2024 kl. 23:05 eftir Martin (spjall | framlög) Útgáfa frá 12. nóvember 2024 kl. 23:05 eftir Martin (spjall | framlög) (Ný síða: <!--right|400px--> == Markmið == Þetta verkefni snýst um það að sýna áhrif lækkunar forstmarks vatns með salti á snjó. == Áhöld og efni == * Nokkur ílát (t.d. glös, bikarglös eða niðursuðudósir) * Snjór * Salt * Hitamælir (alkóhólhitamælir, stafrænn hitamælir, eða innrauður hitamælir) == Framkvæmd == <div class="skref-listi"> {{skre...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)

Markmið[breyta | breyta frumkóða]

Þetta verkefni snýst um það að sýna áhrif lækkunar forstmarks vatns með salti á snjó.

Áhöld og efni[breyta | breyta frumkóða]

  • Nokkur ílát (t.d. glös, bikarglös eða niðursuðudósir)
  • Snjór
  • Salt
  • Hitamælir (alkóhólhitamælir, stafrænn hitamælir, eða innrauður hitamælir)

Framkvæmd[breyta | breyta frumkóða]

Settu snjó í ílátið (ekki þjappa) og mældu hitastigið í nokkrar mínútur eftir að hitamælirinn hefur náð jafnvægi til að ná samanburði.
Blandaðu salti út í snjóinn og fylgstu með hitastiginu.


Ítarefni[breyta | breyta frumkóða]

Hvað er að gerast?[breyta | breyta frumkóða]

Fasabreytingar losa eða þurfa orku til að umbreyta efninu úr einum fasa í annan. Til dæmis þarf orku til að bræða ís og sjóða vatn. Eins losnar orka við að þéttingu og frystingu. Þegar vatn er í köldu umhverfi flæðir orkan úr vatninu út í umhverfið og ef næg orka flæðir úr vatninu frýs það.

Þetta er allt nokkuð sem við höfum sæmilega tilfinningu eða innsæi fyrir. Það sem er merkilegra er að ef við náum að bræða vatnið, t.a.m. með því að lækka frostmarkið, draga fasaskiptin orku og við það lækkar hitastigið.

Saltblandað vatn hefur lægra frostmark en hreint vatn svo ef við blöndum salti út í snjó, lækkar frostmarkið og snjórinn bráðnar. En ekki nóg með það heldur dregur blandan í sig orku og við það lækkar hitastigið um einhverjar gráður - jafnvel einhverja tugi gráða.

Það ruglar ef til vill innsæið okkar ennfremur að við eigum kannski erfitt með að hugsa um að vatn við eða undir frostmarki hafi orku. En frá sjónarhóli eðlisfræðinnar hefur allt efni orku í réttu hlutfalli við hitastig sitt frá alkuli.

Úfærsla: Ólík efni[breyta | breyta frumkóða]

Hægt er að setja verkefnið upp sem tilraun þar sem nemendur bera saman:

  • Ólík efni (salt, kaffi, hveiti, sykur, sand, matarsóda, eða hvað annað sem er álíka útlits eða áferðar).
  • Ólíkt magn af salti með sama magn af snjó eða ís (t.d. vegið með vog).
  • Ólíkar gerðir salts (NaCl, KCl, CaCl, ...)

Lýsingar[breyta | breyta frumkóða]