Kynning á eðlisfræði í Flensborg/Þyngdarhröðun Jarðar
Bakgrunnur
Á Íslandi fá hlutir í frjálsu falli hröðun niður á við sem nemur , ef engin loftmótstaða verkar. Fyrir hlut sem fellur með jöfnum hraða gildir og viðurkenndur lokahraði A4 blaðs er . Fyrir hlut sem fellur með jafnri hröðun gildir . Frávik niðurstöðu þinnar frá viðurkenndu gildi er reiknað með .
Tilgangur
Reikna lokahraða A4 blaðs og þyngdarhröðun Jarðar í Flensborg og reikna nákvæmni niðurstaðnanna.
Tæki
- Skeiðklukka (í snjallsíma)
- A4 blað
- golfkúla
- stálkúla
- málband
Framkvæmd 1, Fall blaðs
Mældu vegalengdina frá gólfi til lofts og skráðu niðurstöðuna í töfluna að neðan. Lyftu A4 blaði upp að loftinu, settu skeiðklukku af stað um leið og þú sleppir blaðinu og stöðvaðu skeiðklukkuna þegar blaðið kemur við gólfið. Skráðu falltímann þrívegis og reiknaðu meðalfalltíma.
Fyrirbæri | Hæð frá gólfi til lofts | Falltími blaðs 1 | Falltími blaðs 2 | Falltími blaðs 3 | Meðal- falltími |
---|---|---|---|---|---|
Eining | |||||
Mæling |
Sýndu reikning á meðalhraða blaðsins niður á gólf og reikning á fráviki niðurstöðunnar með því að bera saman við viðurkenndan lokahraða:
Fyrirbæri | Mældur meðalhraði | Viðurkenndur lokahraði | % frávik |
---|---|---|---|
Eining | |||
Mæling |
Framkvæmd 2, Fall golfkúlu
Settu golfkúlu upp að loftinu og mældu vegalengdina frá gólfi til neðri brúnar kúlunnar. Mældu falltíma kúlunnar þrívegis niður á gólf og reiknaðu meðalfalltíma.
Fyrirbæri | Hæð frá gólfi til kúlu | Falltími kúlu 1 | Falltími kúlu 2 | Falltími kúlu 3 | Meðal-falltími |
---|---|---|---|---|---|
Eining | |||||
Mæling |
Sýndu reikning á hröðun kúlunnar og reiknaðu frávik niðurstöðu þinnar með því að bera saman við viðurkennda þyngdarhröðun:
Fyrirbæri | Mæld þyngdarhröðun | Viðurkennd þyngdarhröðun | % frávik |
---|---|---|---|
Eining | |||
Mæling |
Framkvæmd 3, Fall stálkúlu
Settu stálkúlu upp að loftinu og mældu vegalengdina frá gólfi til neðri brúnar kúlunnar. Mældu falltíma kúlunnar þrívegis niður á gólf og reiknaðu meðalfalltíma.
Fyrirbæri | Hæð frá gólfi til kúlu | Falltími kúlu | Falltími kúlu | Falltími kúlu | Meðal-falltími |
---|---|---|---|---|---|
Eining | |||||
Mæling |
Sýndu reikning á hröðun kúlunnar og reiknaðu nákvæmni niðurstöðu þinnar með því að bera saman við viðurkennda þyngdarhröðun:
Fyrirbæri | Mæld þyngdarhröðun | Viðurkennd þyngdarhröðun | % frávik |
---|---|---|---|
Eining | |||
Mæling |
Ítarefni
Fyrirmynd þessa verkefnis er FlensEDLI1KE05Tilraun3Thyngdarhrodun.docx frá Viðari Ágústssyni.