Kynning á eðlisfræði í Flensborg/Arkimedes

Úr Kennarakvikan

Útgáfa frá 5. febrúar 2025 kl. 22:01 eftir Martin (spjall | framlög) Útgáfa frá 5. febrúar 2025 kl. 22:01 eftir Martin (spjall | framlög) (Ný síða: == Bakgrunnur == Hlutur sem sökkt er í vökva léttist um þunga þess vökva sem hann ryður frá sér. Af því eðlismassi vatns er <math>1 \text{g}/\text{cm}^3</math> þá þýðir létting hlutarins um <math>1 \text{g}</math> að rúmmál hlutarins er <math>1 \text{cm}^3</math>. Þannig má finna rúmmál hlutar með því að mæla hversu mikið léttari hann er í vatni en lofti. Eðlismassa má ennfremur reikna með <math>\text{eðlismassi} = \tfrac{\text{massi}}{\text...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)

Bakgrunnur

Hlutur sem sökkt er í vökva léttist um þunga þess vökva sem hann ryður frá sér. Af því eðlismassi vatns er þá þýðir létting hlutarins um að rúmmál hlutarins er . Þannig má finna rúmmál hlutar með því að mæla hversu mikið léttari hann er í vatni en lofti. Eðlismassa má ennfremur reikna með .

Viðurkenndur eðlismassi: , , .

Tilgangur

Mæla rúmmál nokkurra hluta, reikna eðlismassa þeirra og reikna nákvæmni niðurstöðunnar.

Tæki

  • Plastdolla
  • vigt
  • statív
  • golfkúla
  • zinkállóð
  • járnbolti

Framkvæmd

Golfkúla

Vigtaðu golfkúluna og skráðu niðurstöðuna í töfluna að neðan. Settu um kalt vatn í dolluna og vigtaðu hana með vatninu. Sökktu golfkúlunni í bandi frá statívinu í vatnið án þess að hún snerti botn dollunnar og vigtaðu dolluna með vatni og golfkúlu. Sýndu reikning á rúmmáli golfkúlunnar og skráðu í töfluna.

Fyrirbæri Massi golfkúlu Massi dollu með vatni Massi dollu með vatni og golfkúlu Rúmmál golfkúlu
Eining
Mæling

Sýndu reikninga á eðlismassa golfkúlunnar og fráviki niðurstöðu þinnar með því að bera saman við viðurkenndan eðlismassa golfkúlu:

Fyrirbæri Mældur eðlismassi Viðurkenndur eðlismassi % frávik
Eining
Mæling

Zinkál

Vigtaðu zinkálið og og vigtaðu dolluna með um 400 mL af vatni. Sökktu zinkálinu frá statívinu í vatnið án þess að það snerti botn og vigtaðu dolluna með vatni og zinkáli. Sýndu reikning á rúmmáli zinkálsins og skráðu það í töfluna.

Fyrirbæri Massi zinkáls Massi dollu með vatni Massi dollu með vatni og zinkáli Rúmmál zinkáls
Eining
Mæling

Sýndu reikninga á eðlismassa zinkálsins og fráviki niðurstöðu þinnar með því að bera saman við viðurkenndan eðlismassa zinkáls:

Fyrirbæri Mældur eðlismassi Viðurkenndur eðlismassi % frávik
Eining
Mæling

Járn

Vigtaðu járnboltann og vigtaðu dolluna með um 400 mL af vatni. Sökktu járnboltanum frá statívinu í vatnið án þess að hann snerti botn og vigtaðu dolluna með vatni og járni. Sýndu reikning á rúmmáli járns og skráðu það í töfluna.

Fyrirbæri Massi járns Massi dollu með vatni Massi dollu með vatni og járni Rúmmál járns
Eining
Mæling

Sýndu reikninga á eðlismassa járnsins og fráviki niðurstöðu þinnar með því að bera saman við viðurkenndan eðlismassa járns:

Fyrirbæri Mældur eðlismassi Viðurkenndur eðlismassi % frávik
Eining
Mæling

Ítarefni

Fyrirmynd þessa verkefnis er FlensEDLI1KE05Tilraun4Arkimedes.docx frá Viðari Ágústssyni.