Efnisheimurinn/Mjólk og borðedik
Mjólk er efnablanda sem samanstendur af mörgum efnum. Að miklu leyti vatni en einnig ýmsum próteinum, fitu, og kolvetnum, en einnig vítamínum og steinefnum. Það er ekki einfalt mál að einangra efnin úr mjólkinni en hægt er að sía stóran hluta próteinanna frá með því að ysta mjólkina annað hvort með því að hita hana eða, eins og við ætlum að gera hér, lækka sýrustigið (og þar með gera blönduna súrari) með því að bæta veikri sýru út í.
Framkvæmdalýsing[breyta | breyta frumkóða]
Efni og áhöld[breyta | breyta frumkóða]
- Mjólk
- Bikarglas (100-250 ml)
- Ediksýra (eða borðedik)
- Trekt
- Síupappír (annað hvort til efnafræðitilrauna eða einfaldlega til kaffigerðar)
- Keiluflaska (svipuð stærð og bikarglasið)
Framkvæmd[breyta | breyta frumkóða]
Ítarefni[breyta | breyta frumkóða]
Hvað er að gerast?[breyta | breyta frumkóða]
- Úr skýringum við myndband: "Myndskeiðið talar sínu máli. Vert er að benda nemendum á að mjólk er að mestum hluta vatn og að það sem sést renna gegnum síupappírinn er að mestu leyti vatn. (Sumir nemendur halda að þetta sé bara borðedikið sem notað var í byrjun.)"
Þegar ediksýrunni er bætt út í mjólkina lækkar sýrustigið (blandan verður súrari). Sameindir sem kallast kasín eða ostefni dragast að hvor annarri og mynda við það kekki sem svífa um í blöndunni sem eftir stendur og kallast mysa.
Ostefnið má, eins og nafnið ber með sér, nota til að búa til ost. Það hefur hins vegar margvísleg önnur not, t.a.m. lím- og plastgerðar.