Efnisheimurinn/Óstöðugt efni

Úr Kennarakvikan
Úr skýringum við myndband: "Efnið sem hér um ræðir er niturtríjoðíð eða . Þetta er mjög óstöðugt efni sem rofnar (springur) við minnstu snertingu. Hér er niturtríjoðíð búið til með því að blanda saman ammóníaklausn () og joði (). Þá verður efnahvarf:
Niturtríjoðíðið er síðan þurrkað. Þegar það er vel þurrt er það mjög viðkvæmt fyrir hnjaski eins og tilraunin sýnir mætavel. Það sundrast í frumefni sín:
Ef vel er að gáð sést fjólublár reykur myndast um leið og niturtríjoðíðið springur. Þetta er joðgas, , en það er fjólublátt á litinn. Ef til eru frumeindalíkön er tilvalið að sýna sundrun NI3 með líkönum og nota tækifærið til að útskýra hvað stilling á efnajöfnu felur í sér."