Efnisheimurinn/Gullgerðarlist

Úr Kennarakvikan
Úr skýringum við myndband: "Þessi tilraun byggist á fellingu. Hér eru notuð tvö efni, blýnítrat () og kalínjoðíð (). Bæði þessi efni eru samsett úr jónum. Þegar þau eru leyst í vatni sundrast þau í þær jónir sem þau eru samsett úr. Í öðru tilvikinu eru þetta blýjónir () og nítratjónir (), í hinu tilvikinu kalínjónir () og joðíðjónir (). Þegar lausnirnar tvær koma saman blandast allar þessar jónagerðir. Blýjónir og joðíðjónir dragast mjög hver að annarri og mynda torleyst efni sem er gult á litinn. Gula efnið sem við sjáum myndast er sem sagt blýjoðíð í föstu formi, ."