Efnisheimurinn/Hjartarsalt hitað

Úr Kennarakvikan
Úr skýringum við myndband: "Hjartarsalt er notað sem lyftiefni í bakstur. Það er blanda af ammóníumbíkarbónati (NH4HCO3 ) og ammóníumkarbamínati (NH2COONH4). Þegar þessi blanda er hituð sundrast hún í ýmsar lofttegundir og þá helst ammóníak (NH3) og koltvíoxíð (CO2) en einnig myndast vatnsgufa (H 2O). Áður fyrr voru horn, leður og klaufir af veiðidýrum hituð og nýtt til þess að vinna efnið, gjarnan af hjörtum, og er nafnið þaðan dregið samkæmt upplýsingum á vísindavef HÍ."