Hæfniviðmið erlendra tungumála

Úr Kennarakvikan

Hér má finna yfirlit yfir hæfniviðmið kafla Aðalnámsskrár grunnskóla fyrir erlend tungumál ásamt hlekkjum á undirsíður þar sem koma má fyrir ítarfefni fyrir hvert hæfniviðmið. Markmiðið er ekki að hægt sé að fara í hæfniviðmið og „tikka í boxin“ heldur frekar að gefa dæmi um hvers kyns verkefni megi nýta til að ná þess lags hæfniviðmiði. Slíkt styður við heildstæðari skoðun á efni og þeim kröfum sem kennarar gera til nemenda. Eins er vert að benda á ágæta áminningu úr tillögunni:

„Þegar sjónum er beint sérstaklega að einu hæfniviðmiði þarf að hafa í huga að nám er samfellt ferli og skapandi athöfn, fremur en söfnun afmarkaðrar þekkingar og þjálfun í tiltekinni leikni.“

Hlustun og áhorf

Yfirheiti Við lok 1. stigs getur nemandi Við lok 2. stigs getur nemandi Við lok 3. stigs getur nemandi
Frásagnir og kynningar skilið algeng orð, einföld fyrirmæli og frásagnir og brugðist við þeim [Frásagnir og kynningar (1)] skilið talað mál og frásagnir um efni tengt námi hans og daglegu lífi, brugðist við þeim og nýtt sér í námi sínu [Frásagnir og kynningar (2)] skilið aðalatriði úr kynningum og frásögnum um margvísleg málefni, unnið úr þeim eða nýtt sér á annan hátt [Frásagnir og kynningar (3)]
Fjöl- og myndmiðlar fylgt meginþræði í einföldu efni sem höfðar til barna og unglinga [Fjöl- og myndmiðlar (1)] fylgt þræði í efni við hæfi á margvíslegum miðlum og nýtt í námi sínu [Fjöl- og myndmiðlar (2)] fylgst með fjölbreyttu efni í fjöl- og myndmiðlum, unnið úr því eða nýtt sér á annan hátt [Fjöl- og myndmiðlar (3)]
Greining upplýsinga hlustað eftir einföldum upplýsingum og nýtt sér í námi sínu [Greining upplýsinga (1)] hlustað eftir aðalatriðum, greint þau og nýtt sér í námi sínu [Greining upplýsinga (2)] hlustað eftir upplýsingum, valið þær sem eiga við hverju sinni og unnið úr þeim [Greining upplýsinga (3)]

Lestur og lesskilningur[breyta | breyta frumkóða]

Yfirheiti Við lok 1. stigs getur nemandi Við lok 2. stigs getur nemandi Við lok 3. stigs getur nemandi
Greining aðalatriða fundið afmarkaðar upplýsingar í einföldum texta og nýtt sér í verkefnavinnu [Greining aðalatriða (1)] fundið lykilupplýsingar í texta og nýtt sér í verkefnavinnu [Greining aðalatriða (2)] aflað sér upplýsinga úr texta, greint aðalatriði frá aukaatriðum og nýtt sér í verkefnavinnu [Greining aðalatriða (3)]
Rauntextar skilið megininntak einfaldra rauntexta með stuðningi ef þarf [Rauntextar (1)] skilið megininntak rauntexta og unnið úr efni þeirra [Rauntextar (2)] lesið sér til fróðleiks rauntexta af fjölbreyttum miðlum, brugðist við efni þeirra eða unnið úr þeim á annan hátt [Rauntextar (3)]
Bókmenntir lesið stuttar sögur og bækur á einföldu máli sér til ánægju [Bókmenntir (1)] lesið sér til gagns og ánægju einfaldar smásögur og skáldsögur og unnið með efni þeirra [Bókmenntir (2)] lesið sér til gagns og ánægju fjölbreyttar bókmenntir við hæfi, unnið með efni þeirra og gert sér grein fyrir gildi bókmennta [Bókmenntir (3)]
Aðrar námsgreinar lesið stutt og auðlesið efni tengt öðrum námsgreinum [Aðrar námsgreinar (1)] lesið og skilið auðlesið efni og hugtök tengt öðrum námsgreinum [Aðrar námsgreinar (2)] lesið, skilið og unnið með efni og hugtök tengt öðrum námsgreinum [Aðrar námsgreinar (3)]
Orðaforði lesið og skilið stutta texta með grunnorðaforða daglegs lífs [Orðaforði (1)] lesið og skilið texta við hæfi sem innihalda algengan orðaforða [Orðaforði (2)] lesið, skilið og unnið með fjölbreyttan orðaforða úr ýmsum textum [Orðaforði (3)]

Samskipti[breyta | breyta frumkóða]

Yfirheiti Við lok 1. stigs getur nemandi Við lok 2. stigs getur nemandi Við lok 3. stigs getur nemandi
Óformlegt samtаl spurt og svarað á einfaldan hátt um það sem stendur honum næst [Óformlegt samtаl (1)] tekið þátt í óformlegu samtali um áhugamál sín og daglegt líf [Óformlegt samtаl (2)] tekið þátt í óformlegu samtali með því að umorða og nota föst orðasambönd úr daglegu máli [Óformlegt samtаl (3)]
Almenn samskipti tekist á við aðstæður í skólastofunni í einföldum samskiptum [Almenn samskipti (1)] bjargað sér við algengar aðstæður og notað almennar kurteisis- og samskiptavenjur [Almenn samskipti (2)] tekist á við margs konar aðstæður í almennum samskiptum, miðlað og tekið á móti upplýsingum [Almenn samskipti (3)]
Samræður tekið þátt í einföldum samræðum í skólastofunni [Samræður (1)] notað málið til samskipta í kennslustundum og undirbúið, tekið og veitt viðtal [Samræður (2)] tekið þátt í samræðum um kunnugleg málefni og látið skoðun sína í ljós [Samræður (3)]

Frásögn[breyta | breyta frumkóða]

Yfirheiti Við lok 1. stigs getur nemandi Við lok 2. stigs getur nemandi Við lok 3. stigs getur nemandi
Tjáning tjáð sig á einfaldan hátt um sjálfan sig og líf sitt [Tjáning (1)] tjáð sig um reynslu sína og skoðanir og brugðist við einföldum spurningum [Tjáning (2)] tjáð sig skipulega um efni sem hann þekkir eða hefur unnið með í námi sínu og brugðist við spurningum [Tjáning (3)]
Frásögn og kynning undirbúið og flutt einfalda frásögn eða kynningu um efni sem hann þekkir vel [Frásögn og kynning (1)] undirbúið og flutt frásögn eða kynningu og brugðist við einföldum spurningum [Frásögn og kynning (2)] flutt frásögn eða kynningu um undirbúið efni af öryggi og svarað spurningum [Frásögn og kynning (3)]
Flutningur flutt einfalt atriði sem hann hefur haft tækifæri til að æfa [Flutningur (1)] flutt tilbúið eða frumsamið efni, einn eða í félagi við aðra [Flutningur (2)] samið, æft og flutt eigið efni, einn eða í félagi við aðra [Flutningur (3)]
Framsögn tjáð sig nokkuð skiljanlega hvað varðar framburð og áherslur [Framsögn (1)] beitt málinu með nokkuð eðlilegum framburði og áherslum [Framsögn (2)] beitt málinu með eðlilegum framburði, áherslum og hrynjandi [Framsögn (3)]

Ritun[breyta | breyta frumkóða]

Yfirheiti Við lok 1. stigs getur nemandi Við lok 2. stigs getur nemandi Við lok 3. stigs getur nemandi
Samfelldur texti skrifað einfaldan texta með orðaforða úr efnisflokkum sem fengist er við [Samfelldur texti (1)] skrifað texta af mismunandi gerðum með inntak og lesanda í huga [Samfelldur texti (2)] skrifað lipran, samfelldan texta af ólíkum gerðum í samræmi við inntak og tilgang með skrifunum [Samfelldur texti (3)]
Málnotkun byggt upp einfaldar setningar, stafsett algeng orð og notað algeng greinarmerki [Málnotkun (1)] beitt grunnreglum málfræði og stafsetningar nokkuð rétt og skapað samhengi í texta [Málnotkun (2)] sýnt góð tök á orðaforða, meginreglum málnotkunar og notað tengiorð við hæfi [Málnotkun (3)]
Endursögn skrifað einfalda texta um efni sem tengist námi hans [Endursögn (1)] skrifað einfalda texta um það sem hann hefur lesið, séð eða heyrt [Endursögn (2)] skrifað skilmerkilega um efni sem hann hefur lesið, séð eða heyrt [Endursögn (3)]
Persónuleg reynsla skrifað á einföldu máli um efni sem hann þekkir vel [Persónuleg reynsla (1)] lýst atburðarás eða reynslu með orðaforða sem unnið hefur verið með [Persónuleg reynsla (2)] skrifað um skoðanir sínar, tilfinningar, reynslu og þekkingu með fjölbreyttum orðaforða [Persónuleg reynsla (3)]
Skapandi ritun samið stutta texta frá eigin brjósti [Skapandi ritun (1)] samið einfalda texta þar sem ímyndunaraflið fær að njóta sín [Skapandi ritun (2)] samið texta og leikið sér með málið þar sem sköpunargáfan og ímyndunaraflið fá að njóta sín [Skapandi ritun (3)]

Menningarlæsi[breyta | breyta frumkóða]

Yfirheiti Við lok 1. stigs getur nemandi Við lok 2. stigs getur nemandi Við lok 3. stigs getur nemandi
Samfélag sýnt að hann þekkir til ýmissa sérkenna menningarsvæðisins [Samfélag (1)] sýnt að hann þekkir til ýmissa þátta sem einkenna menningu og daglegt líf [Samfélag (2)] sýnt að hann þekkir til samfélagsgerðar, menningar og einkenna þjóðfélagsins [Samfélag (3)]
Fjölbreytileiki gert sér grein fyrir mismunandi siðum og hefðum á viðkomandi málsvæði [Fjölbreytileiki (1)] sett sig í spor fólks á viðkomandi málsvæði og gert sér grein fyrir hvað er líkt eða ólíkt með hans eigin aðstæðum [Fjölbreytileiki (2)] gert sér grein fyrir fjölbreyttum uppruna íbúa á viðkomandi málsvæði og áhrifum fordóma [Fjölbreytileiki (3)]
Skyldleiki og afbrigði tungumála sýnt að hann áttar sig á að mörg algeng orð í erlenda tungumálinu eru lík og skyld öðrum sem hann þekkir [Skyldleiki og afbrigði tungumála (1)] sýnt að hann áttar sig á skyldleika erlenda málsins við íslensku, eigið móðurmál eða önnur tungumál sem hann er að læra [Skyldleiki og afbrigði tungumála (2)] greint á milli helstu afbrigði tungumálsins [Skyldleiki og afbrigði tungumála (3)]