Klassísk efnahvörf/Rafgreining vatns (pípetta)

Úr Kennarakvikan
Ýmsar leiðir eru til að rafgreina vatn. Þessi útfærsla byggir á einföldum efnivið en til eru uppsetningar sem aðgreina vetnið og súrefnið í sér ílát sem sýnir þá hlutfallslegt rúmmála gastegundanna eftir rafgreiningu. Sjá t.d. Klassísk efnahvörf/Rafgreining vatns (tilraunaglas)

Rafgreining vatns[breyta | breyta frumkóða]

Efni og áhöld[breyta | breyta frumkóða]

  • Pípetta
  • Digur vír, t.d. úr herðatré
  • Vírklippur til að skera vírinn
  • Málmþjöl til að skerpa endann
  • 9 V rafhlaða
  • Vatn
  • Öryggisgleraugu og eldfæri

Framkvæmd[breyta | breyta frumkóða]

Takið pípettu og klippið granna ranann af belgnum. Gætið þess að gatið verði ekki of stórt.
Klippið vírinn niður í tvo hæfilega langa búta (ca. 30 cm), beygið endana í rétt horn svo lengd þeirra sé rétt rúmlega lengd pípettubelgsins. Skerpið bogna endann svo hann geti stungist í gegnum pípettuna.
Stingið bogna hluta víranna "ofanfrá" í gegnum pípettuna; inn um lokaða enda pípettubelgsins, meðfram sitt hvorri hliðinni, og svo út rétt sitt hvoru megin við opið á belgnum.
Fyllið belginn af vatni og berið sitt hvorn langa enda víranna upp að sínu hvoru tengi rafhlöðunnar.
Nú eigið þið að sjá gasbólur myndast í bilinu á milli rafskautanna og safnast fyrir efst í pípettubelgnum. Þar sem vetnið og súrefnið tekur meira pláss á gas-/gufuformi mun hluti vatnsins drjúpa niður úr belgnum. Það er fyllilega eðlilegt.
Þegar vatnið er að fullu rafgreint er í belgnum blanda súrefnis og vetnis. Með útréttum höndum og öryggisgleraugu fyrir augunum getið þið núna borið opið upp að eldi til að brenna vetnið. Gætið ykkar vel! Vetnið er mjög eldfimt.


Ítarefni[breyta | breyta frumkóða]

Hvað er að gerast?[breyta | breyta frumkóða]

Við rafgreiningu brotnar vatnið niður í vetni og súrefni; vetni við ??? skautið og súrenfi við ??? skautið.

Leiðbeiningar á öðrum síðum[breyta | breyta frumkóða]

Lesefni um efnahvarfið[breyta | breyta frumkóða]

Myndbönd af efnahvarfinu[breyta | breyta frumkóða]