Kynning á eðlisfræði í Flensborg/Útfjólublátt ljós

Úr Kennarakvikan

Bakgrunnur[breyta | breyta frumkóða]

Ljóseind fer frá efni þegar örvuð rafeind í því fellur niður um orkustig í frumeind eða sameind efnisins. Mannfólk getur ekki séð útfjólublátt ljós (e. ultraviolet, eða UV), af því bylgjulengd þess er utan þess rófs sem augað skynjar. Bylgjulengd útfjólublás ljóss er styttri en blás ljóss og útfjólubláa ljósið því orkuríkara en sýnilegt ljós.

Útfjólublátt ljós getur örvað rafeind efnis upp um nokkrar orkubrautir í einu og þegar rafeindin fellur niður, getur það gerst í stuttum orkuskrefum sem búa til orkuminni ljóseindir með lengri bylgjulengd og eru þær þá sýnilegar. Þetta kallast flúrljómun.

Tilgangur[breyta | breyta frumkóða]

Tilraunin kannar hvernig útfjólublátt ljós gerir ósýnileg efni eins og þvagefni og sérstök litarefni í peningaseðlum, sýnileg. Þú átt að rannsaka hve margir þvagblettir eru kring um klósett nemenda af þínu kyni og hvaða upplýsingar eru faldar í peningaseðli.

Peningaseðill[breyta | breyta frumkóða]

Tæki[breyta | breyta frumkóða]

  • Útfjólublátt vasaljós
  • peningaseðill

Framkvæmd[breyta | breyta frumkóða]

Skoðaðu peningaseðilinn vandlega og festu í minni þér hvaða myndir tákn og tölur þú sérð á framhlið og bakhlið. Lýstu nú með útfjólubláa vasaljósinu á peningaseðilinn og taktu eftir hvaða myndir, tákn og tölur birtast. Skráðu hvaða viðbótarupplýsingar birtust í útfjólubláa ljósinu:

  • á framhlið peningaseðilsins
  • á bakhlið peningaseðilsins

Lýstu tilganginum með því að hafa faldar upplýsingar á peningaseðum.

Vettvangskönnun á klósetti[breyta | breyta frumkóða]

Tæki[breyta | breyta frumkóða]

  • Útfjólublátt vasaljós

Framkvæmd[breyta | breyta frumkóða]

Lýstu með útfjólubláa vasaljósinu á gólfið og vegginn við klósettið (þvagskálina) en einnig á klósettsetuna og brún klósettsins undir setunni og teldu þvagblettina sem koma í ljós. Skráðu hve marga bletti þú sást:

Staðsetning Fjöldi þvagbletta
Á gólfi
Á vegg
Á klósettsetu
Á klósettbrún

Nefndu þrjár ráðstafanir sem eru heppilegar til að minnka fjölda þvagbletta kring um klósettskálina.

Leitaðu á netinu að minnsta kosti 5 dýrum sem skynja útfjólublátt ljós og lýstu þeim í stuttu máli.

Ítarefni[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd þessa verkefnis er Mynd:FlensEDLI1KE05Tilraun15UVljos.docx frá Viðari Ágústssyni.