Kynning á eðlisfræði í Flensborg/Linsur

Úr Kennarakvikan

Bakgrunnur[breyta | breyta frumkóða]

Þegar ljósgeisli fer úr þunnu efni í þétt hægir ljósið á sér. Safnlinsa safnar samsíða ljósgeislum og lætur þá skerast í brennipunkti fyrir aftan safnlinsuna í fjarlægðinni brennivídd frá miðri linsu. Dreifilinsa dreifir samsíða ljósgeislum og teikning lætur þá skerast í brennipunkti fyrir framan dreifilinsuna í fjarlægðinni brennivídd frá miðri linsu.

Tæki[breyta | breyta frumkóða]

  • leisiljós (3 geislar)
  • A3 gráðublað
  • reglustika

Skráðu viðurkenndu brennivíddirnar hér þegar kennari hefur sagt þér þær:

Safnlinsa með brennivídd ____ mm_, dreifilinsa með brennivídd _____mm_.

Safnlinsa[breyta | breyta frumkóða]

Tilgangur[breyta | breyta frumkóða]

Að mæla brennivídd safnlinsunnar

Framkvæmd[breyta | breyta frumkóða]

Settu safnlinsuna á blaðið þannig að miðlína safnlinsunnar sé á 90° línunni. Stilltu miðjugeislann þannig að hann fari eftir 0° línunni að safnlinsunni og eftir 0° línunni frá safnlinsunni. Kveiktu á hinum tveimur leisigeislunum og merktu hvar þeir skerast fyrir framan linsuna. Taktu safnlinsuna til hliðar og mældu fjarlægðina frá skurðpunkti 0° og 90° línanna (krossins) til skurðpunkta geislanna. Láttu félaga þína endurtaka þessa framkvæmd 4 sinnum og reiknaðu meðalbrennivídd.

Nafn Brennivídd eining





Meðaltal mælinga:

Dreifilinsa[breyta | breyta frumkóða]

Tilgangur[breyta | breyta frumkóða]

Að mæla brennivídd dreifilinsunnar.

Framkvæmd[breyta | breyta frumkóða]

Settu dreifilinsuna á blaðið þannig að miðlína dreifilinsunnar sé á 90° línunni. Stilltu miðjugeislann þannig að hann fari eftir 0° línunni að dreifilinsunni og eftir 0° línunni frá dreifilinsunni. Kveiktu á hinum tveimur leisigeislunum og merktu tvo punkta á hliðargeislunum þegar þeir fara frá dreifilinsunni. Taktu dreifilinsuna til hliðar. Teiknaðu línur eftir geislunum þar til þær skerast og mældu fjarlægðina frá skurðpunkti 0° og 90° línanna (krossins) til skurðpunktar geislanna. Láttu félaga þína endurtaka þessa framkvæmd 4 sinnum og reiknaðu meðalbrennivídd.

Nafn Brennivídd eining





Meðaltal mælinga:

Fráviksreikningar[breyta | breyta frumkóða]

Til að meta nákvæmni mælinganna skaltu reikna frávik niðurstöðu þinnar frá viðurkenndu gildi. Láttu reikningana sjást að neðan:

Mæld brennivídd Viðurkennd brennivídd Frávik: Fyrirbæri
Safnlinsa
Dreifilinsa

Ítarefni[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd þessa verkefnis er FlensEDLI1KE05Tilraun7Linsur.docx frá Viðari Ágústssyni.