Kynning á eðlisfræði í Flensborg/Rjómaísgerð
Hitastig saltlausnar lækkað niður fyrir frostmark vatns
Bakgrunnur[breyta | breyta frumkóða]
Frosið vatn (klaki) tekur til sín orku þegar hann bráðnar og helst við frostmark vatns, 0°C, á meðan hann bráðnar í hreinu vatni. Mettuð saltlausn hefur frostmarkið −21°C og 0°C klaki sem settur er út í saltlausn er því fyrir ofan frostmark blöndunnar sem hann er í. Klakinn tekur því til sín varma úr saltlausninni til að bráðna og þá lækkar hitastig saltlausnarinnar niður fyrir 0°C.
Framleiðsla rjómaíss[breyta | breyta frumkóða]
Tilgangur[breyta | breyta frumkóða]
Að sjá hegðun rjóma og mjólkur fyrir neðan frostmark vatns
Tæki[breyta | breyta frumkóða]
- Vigt
- mæliglas
- dropateljari
- hitamælir
- 1 stór renndur plastpoki
- 1 lítill renndur plastpoki
- 1 dL rjómi
- 1 dL mjólk
- 25 g sykur
- 500 g klaki
- 150 g gróft salt
- vanilludropar
- pappírsþurrkur
- vettlingar
- skeið
Framkvæmd[breyta | breyta frumkóða]
Helltu 1 dL rjóma og 1 dL mjólk ásamt 25 g af sykri og 10 vanilludropum ofan í litla plastpokann og lokaðu honum vandlega. Hristu pokann varlega þar til allur sykurinn er uppleystur.
Settu 500 g af klaka í stóra plastpokann og dreifðu 150 g af grófu salti yfir klakana. Settu litla plastpokann ofan í stóra plastpokann og lokaðu honum vandlega.
Klæddu þig í vettlingana og hristu pokana saman þar til mjólkur- og rjómablandan er orðin þykk eins og mjúkur ís úr ísvél.
Opnaðu stóra plastpokann varlega og mældu hitastig saltlausnarinnar. Helltu saltlausninni í vaskinn og skolaðu pokann með heitu vatni.
Úrvinnsla[breyta | breyta frumkóða]
Skolaðu saltvatnið af litla plastpokanum, sérstaklega rennilásnum, þurrkaðu og opnaðu hann og borðaðu ísinn með skeiðinni.
Sýndu reikning % fráviks hitastigsins Fyrirbæri Viðurkennt frostmark saltlausnar Mælt hitastig saltlausnar % frávik hitastigs frá frostmarki Mæling
Fyrirbæri | Mælt gildi | Viðurkenndur gildi | Frávik: |
---|---|---|---|
Frostmark mettaðrar saltlausnar |
Ítarefni[breyta | breyta frumkóða]
Fyrirmynd þessa verkefnis er Mynd:FlensEDLI1KE05Tilraun14Rjomais.docx frá Viðari Ágústssyni.